Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1965, Blaðsíða 146

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1965, Blaðsíða 146
150 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS fremur nýja hurð. Dróst mjög lengi að fá þetta afgreitt, en loks undir vetur þetta ár var það til og hægt að flytja það út í eyna. Var það gert hinn 13. nóv., og þá um leið var fluttur út þangað svo- nefndur skriftastóll (Þjms. 5701), er lengi hefur verið hér í safn- inu. Þykir hann eiga bezt heima á sínum gamla stað. Kirkjan er messufær, og var messað þar einu sinni í sumar, en næsta sumar verður reynt að Ijúka viðgerð hennar og málningu. Með bréfi dags. 19. maí heimilaði menntamálaráðuneytið, að gamla timburkirkjan á Stað á Reykjanesi i Barðastrandarsýslu væri tekin á fornleifaskrá. Hún var byggð árið 1864 af Daníel Hjalta- syni, sem var gullsmiður og þjóðhagi. Bjarni Ólafsson kennari og smiður í Reykjavík tók að sér að sjá um viðgerð kirkjunnar og fór fyrstu ferð sína vestur til undirbúnings í maí, en aðalviðgerðin fór fram í júlí. Var þá kirkjunni lyft og grunnur treystur, en síðan var gert að henni allt hið ytra, veggir, gluggar og þak yfirfarið og styrkt og bárujárn tekið af þakinu. Seint í september var kirkjan svo máluð utan og þakið bikað, eins og verið hafði í upphafi, og var Hörður Ágústsson listmálari til ráðuneytis um það verk. Enn er eftir að gera nokkuð við og mála kirkjuna að innan, en það er lítið verk á móti því, sem frá er, og verður unnið næsta vor. Gekk þessi viðgerð kirkjunnar að öllu leyti mæta vel. Staðarkirkja er prýðilegt sýnishorn af íslenzkri timburkirkju, eins og þær voru margar byggðar fyrir miðja 19. öld. Með bréfi dags. 18. september 1964 afhenti bæjarstjórn Hafnar- fjarðar Þjóðminjasafninu hina gömlu Krýsuvíkurkirk j u ásamt landspildu umhverfis kirkjuna, að stærð 7096 fermetra. Þessi ráð- stöfun var runnin undan rifjum Björns Jóhannessonar, fyrrum for- seta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, en hann hafði af eigin hvötum og efnum gert við hina gömlu niðurníddu kirkju og unnið að því verkefni síðastliðin tíu ár, upp á síðkastið í nánu samráði við Þjóð- minjasafnið. Kirkjan var vígð hátíðlega af biskupi landsins hinn 31. maí og var þá fullviðgerð og búin öllum nauðsynjum til þess að þar mætti embætta. Vakti þetta framtak Björns mikla athygli og aðdáun, og ber Þjóðminjasafninu sérstaklega að minnast þess með þakklæti, svo og víðsýnis bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. Svo vildi til, að Björn Jóhannesson andaðist hinn 22. nóvember, aðeins nokkrum vikum eftir að hann hafði komið hinu mikla áhugamáli sínu heilu í höfn. — Krýsuvíkurkirkja er byggð 1857, lítil timbur- kirkja. Rétt er að geta þess, að bæjarhóllinn í Krýsuvík var slétt- aður undir eftirliti safnsins hinn 15. maí.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.