Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1965, Blaðsíða 146
150
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
fremur nýja hurð. Dróst mjög lengi að fá þetta afgreitt, en loks
undir vetur þetta ár var það til og hægt að flytja það út í eyna. Var
það gert hinn 13. nóv., og þá um leið var fluttur út þangað svo-
nefndur skriftastóll (Þjms. 5701), er lengi hefur verið hér í safn-
inu. Þykir hann eiga bezt heima á sínum gamla stað. Kirkjan er
messufær, og var messað þar einu sinni í sumar, en næsta sumar
verður reynt að Ijúka viðgerð hennar og málningu.
Með bréfi dags. 19. maí heimilaði menntamálaráðuneytið, að
gamla timburkirkjan á Stað á Reykjanesi i Barðastrandarsýslu væri
tekin á fornleifaskrá. Hún var byggð árið 1864 af Daníel Hjalta-
syni, sem var gullsmiður og þjóðhagi. Bjarni Ólafsson kennari og
smiður í Reykjavík tók að sér að sjá um viðgerð kirkjunnar og
fór fyrstu ferð sína vestur til undirbúnings í maí, en aðalviðgerðin
fór fram í júlí. Var þá kirkjunni lyft og grunnur treystur, en síðan
var gert að henni allt hið ytra, veggir, gluggar og þak yfirfarið
og styrkt og bárujárn tekið af þakinu. Seint í september var kirkjan
svo máluð utan og þakið bikað, eins og verið hafði í upphafi, og
var Hörður Ágústsson listmálari til ráðuneytis um það verk. Enn
er eftir að gera nokkuð við og mála kirkjuna að innan, en það er
lítið verk á móti því, sem frá er, og verður unnið næsta vor. Gekk
þessi viðgerð kirkjunnar að öllu leyti mæta vel. Staðarkirkja er
prýðilegt sýnishorn af íslenzkri timburkirkju, eins og þær voru
margar byggðar fyrir miðja 19. öld.
Með bréfi dags. 18. september 1964 afhenti bæjarstjórn Hafnar-
fjarðar Þjóðminjasafninu hina gömlu Krýsuvíkurkirk j u ásamt
landspildu umhverfis kirkjuna, að stærð 7096 fermetra. Þessi ráð-
stöfun var runnin undan rifjum Björns Jóhannessonar, fyrrum for-
seta bæjarstjórnar Hafnarfjarðar, en hann hafði af eigin hvötum
og efnum gert við hina gömlu niðurníddu kirkju og unnið að því
verkefni síðastliðin tíu ár, upp á síðkastið í nánu samráði við Þjóð-
minjasafnið. Kirkjan var vígð hátíðlega af biskupi landsins hinn
31. maí og var þá fullviðgerð og búin öllum nauðsynjum til þess
að þar mætti embætta. Vakti þetta framtak Björns mikla athygli
og aðdáun, og ber Þjóðminjasafninu sérstaklega að minnast þess
með þakklæti, svo og víðsýnis bæjarstjórnar Hafnarfjarðar. Svo
vildi til, að Björn Jóhannesson andaðist hinn 22. nóvember, aðeins
nokkrum vikum eftir að hann hafði komið hinu mikla áhugamáli
sínu heilu í höfn. — Krýsuvíkurkirkja er byggð 1857, lítil timbur-
kirkja. Rétt er að geta þess, að bæjarhóllinn í Krýsuvík var slétt-
aður undir eftirliti safnsins hinn 15. maí.