Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1965, Blaðsíða 34

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1965, Blaðsíða 34
38 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS og hesta í gröfinni höfðu kumlabrjótar numið staðar, og því voru hrossbeinagrindurnar óhreyfðar. 2. kuml. Þetta kuml hefur verið verst leikið þeirra allra, því að jarðýtan hafði farið yfir það. Auðséð er þó, að kumlið hefur verið með sama sniði og flest hinna, snúið SV-NA, mannsgröf í SV-enda, hrossgröf til fóta manninum. Af leifum úr mannsgröfinni hefur ekkert fundizt nema að líkindum fáein mannsbein, sem ruglazt höfðu saman við beinin úr 1. kumli. Sennilega hefur mannsgröfin verið rænt. Hrossbeinagrind lá hins vegar óhreyfð til fóta; lend hestsins hafði snúið til SV, að manninum, hryggur við SA-hlið, höfuð í NA-enda, fæturnir krepptir við NV-hlið. Ekkert fannst haug- fé við rannsóknina 1956, en sumarið 1958 fannst gjarSarhringja og járnnagli ofan á moldum rétt hjá gröfinni, og mun líklega hvort tveggja vera úr henni. Hringjan er af sömu einföldu gerðinni og allar aðrar gjarðarhringjur frá Ytra-Garðshorni. 3. kuml er um 3 m austan við 2. kuml. Það virtist í upphafi vera órænt, en svo var þó ekki. Kumlið var rannsakað nákvæmlega, gras- rót rutt ofan af öllu steinalaginu, sem ofan á því var, steinarnir vandlega hreinsaðir og allt síðan mælt inn. Svo vandlega var ekki að farið um hin kumlin, sem meira voru skemmd af kumlabrjótum. Grjótlag lá ofan á öllu kumlinu, og voru steinarnir mismun- andi þéttir (14. mynd). Yfirleitt voru þeir gisnir og aðeins eitt lag, og væri rangt að nefna þetta grjóthrúgu, en rétt að kalla það frem- ur strjált, en þó samhangandi einfalt lag af steinum. Grjótbreiða þessi var um 5 m að lengd og 3 m að breidd, sneri eins og gröfin, sem undir henni var, SV-NA. Gröfin var undir miðri grjótbreið- unni, um 3,60 m að lengd og tæplega 1 m að breidd. í vesturenda var gröfin 65 sm djúp, frá grasrót, 10—20 sm niður í smiðjumóinn, en í austurenda var grafardýptin aðeins 50 sm og ekkert grafið ofan í smiðjumóinn. Grafarfyllingin var möl og mold, samanhrærð, og mjög auðvelt að greina hana frá óhreyfðum jarðveginum í kring, og sama er að segja um öll kumlin á þessum stað. Það kom í ljós við uppgröftinn, að kumlabrjótar höfðu farið niður í vesturenda grafarinnar og gert þar holu, en ekki nema um 50 sm aftur eftir gröfinni, og var allt að mestu óhreyft þar fyrir aftan, þótt eitthvað lítils háttar virtist hafa verið hróflað við um miðbik grafarinnar, þar sem skærin höfðu verið. 1 vesturendanum voru höfuðbeinaleifar úr ungri stúlku, og hjá þeim fundust tvær sörvistölur úr gleri, önnur gul, tvöföld, hin græn, tvöföld, báðar smáar. Þarna hefur án efa verið perlufesti, sem
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.