Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1965, Side 52

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1965, Side 52
56 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS hringarnir eru 7,5—8,5 sm í þvermál, fremur flatir, mélið 9,5 sm langt, ferstrent. Þetta er venjuleg gerð af hringamélum. Gjarðarhringja úr járni, alveg sporöskjulöguð, snotur, 1. 5,8 sm, br. 4,2 sm. Járnstykki ílangt og bogið, 6,2 sm að lengd, og verður ekki ráðið, af hverju það er. Eftirmáli til skemmtunar. Árið 1937 var byggt nýbýli í landi Ytri-Neslanda, svo sem 400 m suðaustur frá bænum, á hól þeim, sem Borgarhóll hét, en nýbýlið var nefnt Borg. Þegar verið var að grafa fyrir íbúðarhúsinu, var komið niður á beinagrind úr manni, og lá hún grunnt, ekki meira en fet. Beinagrindin lá á bakinu og sneri höfuð til suðvestlægrar áttar. Engir hlutir voru með henni. Beinin voru flutt til Reykja- hlíðar og grafin þar í kirkjugarði, en sennilega hefur þetta verið fornmanns- gröf. Nóttina áður en bein þessi fundust dreymdi Björgu Stefánsdóttur, húsfreyju á Ytri-Neslöndum, draum. Þóttist hún koma fram I bæjardyr, og sá hún þá ókunnugan mann standa við hestastein á hlaðinu. Hann stóð norðan við stein- inn og studdi á hann hendi. Maður þessi var í mórauðri úlpu og grábláum bux- um, sem gyrtar voru ofan í sokkana, með leðurskó á fótum og skyggnislausa prjónahúfu kollótta á höfði. Hann hafði pokaskjatta á baki, og fannst húsfreyju hann fremur förumannslegur, maður nokkuð við aldur og hafði rautt vanga- skegg. Maður þessi ávarpar húsfreyju og segir: „Ég ætla að biðja þá að vísa mér veginn í Reykjahlíð, hann Axel og hann Þórarin". Draumurinn var ekki lengri, og er næst frá því að segja, að þeir koma heim til hádegisverðar, Axel bóndi, maður Bjargar húsfreyju, og Þórarinn sá, sem einnig var nefndur i draumnum. Höfðu þeir báðir verið að vinna við að grafa fyrir húsinu á nýbýlinu Borg, og höfðu nú þau tíðindi að segja, að þar hefði fundizt beinagrind af manni. Voru nú dregnar saman þær líkur, að Björgu húsfreyju hefði dreymt þennan mann, og mundi hann vilja, að bein sin kæm- ust í vígðan reit. Var nú séra Hermann Hjartarson á Skútustöðum spurður, hvernig fara skyldi með beinin, og ráðlagði hann, að þau yrðu grafin í Reykja- hlíðarkirkjugarði. Var svo gert, og ekki vitjaði hinn rauðskeggjaði maður Bjargar húsfreyju eftir þetta. Björg Stefánsdóttir sagði mér sjálf þessa sögu. 16. Svínadaliir, Kelduneshreppur, Noröur-Þingeyjarsýsla. 12. 7. 1961. Hjá Svínadal, sem nú er í eyði, hafa lengi legið uppblásin manna- bein skammt frá garði, og hafa ferðamenn alloft á þau minnzt. Árið 1961 kom maður, sem ekki sagði til nafns síns, með þessi mannabein í Þjóðminjasafnið. Þetta er töluvert hrafl úr beina- grind úr fullorðnum karlmanni. Engir hlutir fundust með beinunum svo að vitað sé, en allar líkur benda til, að þetta séu leifar af kumli frá heiðnum tíma, þótt það verði ekki fullsannað.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.