Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1965, Blaðsíða 41
kuml úr heiðnum sið
45
N
23. mynd. Ytra-Garöshorn, 8. kuml; grunnmynd og langskurður.
en nokkru aftar voru hryggjarliðir, mjaðmarbein og framhandlegg-
ur óhreyft. Engin önnur bein voru óhreyfð, enda fannst fátt af
þeim. Beinin eru úr rosknum manni, að sjá karlmanni, enda styður
haugféð það. Rétt hjá mjaðmarbeininu var venjulegur járnhníf-
ur, mjög ryðstokkinn, og nokkur brot úr kambi, sem gerður er á
venjulegan hátt, festur saman með járnnöglum, okar með striki við
jaðra og nokkrum þverstrikum til skrauts. Til fóta í gröfinni og þó
eiginlega aftur í hrossgröfinni var spjót og sneri aftur (24. mynd),
lá ekki niður við botn, 42 sm að lengd, einfalt, venjuleg íburðar-
lítil K-gerð. Hrossgröfin var algerlega óhreyfð. Hafði hesturinn
verið lagður með hrygg við suðausturbakka grafarinnar, en fætur
kreppta við hinn bakkann. Ekkert fannst í hrossgröfinni annað
en beinin.
9. kuml var 4 m sunnan við 8. kuml og var að heita mátti alveg
fi'ammi á gamla árbakkanum, sneri SV-NA (25. mynd). í því
höfðu verið heygðir maður og hestur, en þó mátti heita, að hvor
væri í sinni gröf, því að greinilegt haft var á milli þeirra. Allt var
kumlið 3,70 m að lengd, þar af mannsgröfin um 1,60 m. Breidd
hennar var um 60 sm og dýptin nær 80 sm, en breidd hrossgraf-
aiúnnar var um 90 sm og dýptin mest 70 sm, en aðeins 50 sm aust-
ast í gröfinni. Stór jarðfastur steinn stóð upp úr botni hrossgraf-
ai'innar. Grjót hafði verið ofan á kumlinu, en allt var það áður
uPpmokað, bæði mannsgröf og hrossgröf. Hrossbein og fáein manns-