Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1965, Page 76

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1965, Page 76
80 ÁRBÖK FORNLEIFAFÉLAGSINS arma, er vissu í norður, austur og vestur, eða því sem næst. Dreifðist lagið nokkuð við endimörkin, myndin, sem fram kom, var þó skýr. Var lengd þess frá norðri til suðurs um 1,90 m, en um 1,70 m frá austri til vesturs, þykktin um það bil 10 sm að jafnaði. Næstum yzt í norðurarmi var bolli í grunn niður og dýpt hér um skóflu- stunga, en grasrótarsneplar lágu í boga um armendann. Líkið hefur verið lagt á vinstri hlið og á grúfu. Vissu herðar nokkurn veginn í norðaustur, en fætur í suðvestur til vesturs eða því sem næst. Höf- uðkúpan hafði borizt frá gröf, en kjálkar sátu eftir í sandinum, og virðist höfuð hafa verið lagt við hægri öxl, það snúið gegnt suð- austri og andlit vitað niður. Hægri handleggur var krepptur um olnboga, sem teygðist fram, en höndin lögð að bol neðanvert við mitti. Vinstri handleggur hefur verið lagður undir brjóst, var upp- handleggsbeinið óhreyft í grafarsandi, samhliða og framan við hrygg, en annað hafði frá borizt. Kreppa var við lendar, fótleggir samhliða og krepptir um hné. Ristarbein sneru nokkuð austur og fram, leggendar risu dálítið að neðan. Gulbrúnn litur var á bein- unum. örlítið hækkaði legflötur við herðar, höfðalag og fætur. Lang- flest bein dysjarinnar lágu innan marka kumlsands og haugfé hjá beinagrind, nema spjótleifarnar. Meðal haugfjár var sverð, óskert. Lá það flatt á mölinni, undir líki að framanverðu og samhliða því, hjölt í handarkrika, á brandi hvíldu hægri framhandleggur og hægra hné, og oddur vissi út á legflötinn. Óvíst er, hversu þykk sandþekjan var, áður en kumlið skemmd- ist. Lögun hennar bendir til, að menn hafi borið sand þennan á staðinn, er heygt var. Er ekki ólíklegt, að þeim, sem heygðu, hafi litizt mölin gljúp og slæm vörn gegn dauni, þegar rotnun ágerðist, en um- búnaður þessi til þrifnaðarauka. Helzta skýringin á norðurarmi blettsins er sú, að menn hafi viljað leggja líkið á þennan veg við upphaf grafargerðar, norður og suður. Skal nú haugfé lýst. Sverð. Tvíeggjað járnsverð með leifum af skálp á brandi. Vopn þetta má heimfæra til M-gerðar víkingaaldarsverða í kerfi Jan Pet- ersens. Hafði það svignað dálítið, var ryðbólgið og stökkt, fast við mölina, og féll í sundur, er upp var tekið. Til safns heimt í átta hlutum. Kvarnazt hefur úr því allvíða. Sverðið er um 95 sm á lengd, þar af er lengd blaðs um 81,5 sm. Efra hjalt er um 8,1 sm á 1., hið fremra um 10,3 sm, bilið milli þeirra í miðju er mest um 10,4 sm. Hjöltunum er fest um op í miðju við flatan tanga, er gengur upp frá blaði. Að aðallögun eru þau bein,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.