Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1965, Blaðsíða 47

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1965, Blaðsíða 47
KUML ÚR HEIÐNUM SIÐ 51 en ég hirti beinin seinna sama sumar. Eiöur skýrir svo frá í bréfi sínu, að mjög hafi þótt reimt hjá Mannholti hér fyrrum, en getur þess þó til, að það hafi ef til vill ekki verið fyrr en eftir að Jón gamli Ólafsson, afi Steingríms Eyfjörðs læknis, gróf í holtið og fann beinin fyrstur manna, svo að vitað sé, en það mun hafa verið um 1870 (sbr. Kuml og haugfé bls. 135). Jón Steffensen telur, að höfuðkúpan geti átt við einhverja þeirra beinagrinda, sem áður var kunnugt um. LangahUö, Skriðuhreppur, EyjafjarOarsýsla. 18. 8. 1964. Rétt fyrir ofan bæinn i Lönguhlíð í Hörgárdal i Eyjafjarðarsýslu (um 50 m) var til skamms tíma hóll og laut eða dokk rétt norðan við. Á hólnum var hest- húskofi eða hlaða. Haustið 1963, í október, lét Hermann Valgeirsson, bóndi í Lönguhlíð, jarðýtu bylta tóftum þessara húsa, í því skyni að laga til í kringum nýtt steinhús, sem byggt er þar sem gamli bærinn stóð, rétt niður undan hóln- um. Ýtt var ofan af hólnum niður eftir brekkunni og einkum ofan i dokkina norðan við hann. Ofurlítill snjór var á jörðu, þegar ýtt var, og tók Hermann ekki eftir neinu óvenjulegu í flaginu. Með vori 1964 varð hann þess var, að beinaslóð iá niður eftir flaginu og komst að raun um, að það voru mannabein. Skýrði liann Eiði Guðmundssyni á Þúfnavöllum frá þessu, en hann tilkynnti aftur á Þjóðminjasafnið. Kom ég á staðinn hinn 6. ág. 1964 og hafði tal af Hermanni. Hann hafði þá tínt saman það sem hann hafði séð af beinum, en til viðbótar fundum við nú nokkur bein í flaginu. Engin tiltök sýndust mér að gera þarna neina rannsókn, og lét ég nægja að reyna að gera mér grein fyrir staðháttum. Beinin virðast hafa borizt ofan af hólnum niður eftir brekkunni. Ekkert grjót var með þeim. Þetta er sundurlaust hrafl, en sýnilega er það úr a. m. k. fjórum einstaklingum, tveimur fullorðnum, stálpuðu barni og ungbarni. Aðeins ein hauskúpa er með. Nokkur hrossbein eru einnig með, en ógerningur er nú að gera sér ljóst, hvort þau hafa verið með mannabeinunum upphaflega eða hvort þau kunna að vera úr sorphaug, því að á einum stað i flaginu vottaði fyrir sorphaugslagi, en utan við lautina hafði verið gríðarstór ösku- og sorphaugur, sem nú er búið að ýta ofan af. Ekki er vitað til þess, að kirkja eða bænhús hafi verið í Lönguhlíð, engar rit- aðar heimildir finnast um slíkt, en þó kynni svo að hafa verið snemma á öld- um. Engir hlutir fundust með beinunum, engar ryðleifar eða neitt, sem benti «1 heiðins grafsiðar, og má segja, að vant sé um að dæma, hvernig stendur á beinum þessum. En sennilega hafa menn verið heygðir eða jarðaðir þarna á hólnum annaðhvort í heiðni eða frumkristni, en gröfunum verið rótað endur tyrir löngu. Mér þykir sennilegt, að þannig hafi menn verið grafnir allnærri bæjum i fyrstu kristni, áður en skipan komst á um kirkjugarða, og þessi beina- fundur og fleiri skýrist á þann hátt. 12. Hólar, Öxnadalshreppur, Eyjafjarðarsýsla. 1. kuml. Eiður Guðmundsson hreppstjóri á Þúfnavöllum í Hörg-- ai'dal skrifaði mér hinn 24. júlí 1962 og skýrði frá mannabeina- fundi í Hólum í Öxnadal, þar sem verið hafði fyrrum kotbýlið svokölluðum Parti, mitt á milli Hóla og Engimýrar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.