Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1965, Blaðsíða 148
152
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
upp alla þá veggi, sem mest þurftu þess við. Að þessu sinni var það
gert, sem gera hefði þurft frá upphafi, að hlaða veggina með raun-
verulegum torfhnausum í stað sandborinna grasrótarhnausa af
túninu í Stöng. Voru efnisgóðir kekkir fengnir frá Iðu í Biskups-
tungum og hlaðið úr þeim. Reyndist það mjög vel, og er nú sjálfsagt
að hlaða alla veggina upp á þennan hátt, eftir því sem efni og
ástæður leyfa. Þá munu þeir án efa standa lengi. — Bjarni Ólafsson
smiður tjörubar allar timburþiljur yfirbyggingarinnar, en ekki hef-
ur þakið enn verið málað, og má það ekki lengi dragast úr þessu.
Aðsókn að Stöng er geysimikil og sívaxandi. í gestabók skráðu
sig 2963 manns, en miklu fleiri hafa komið þar. Raunar er sama
sagan um öll gömlu húsin, að þangað kemur fjöldi gesta, þó að
tölur liggi ekki fyrir nema frá Glaumbæ; þangað komu 4552 gestir.
Byggðasöfn.
Á þessu ári voru veittar kr. 300 þús. til að styrkja byggingar
byggðasafnshúsa. Var upphæðinni jafnt skipt milli Byggðasafns
Árnesinga, Byggðasafns Húnvetninga og Strandamanna og Minja-
safnsins á Akureyri.
Hinn 5. júlí var vígt Safnhús Árnessýslu að viðstöddum forseta
íslands og fjölda gesta. Byggðasafninu og Listasafninu hefur verið
komið fyrir á efri hæð hússins, en bókasafn er niðri. Þjóðminja-
safnið hafði boðizt til að leggja ráð á og hjálpa til við uppsetningu
byggðasafnsins, og svo fór að lokum, að starfsmenn safnsins unnu
það verk að mestu leyti, einkum þó Gísli Gestsson, sem var á Sel-
fossi að þessu starfi meira og minna í maí og júní, en fyrr á árinu
hafði Þór Magnússon, í samstarfi við Skúla Helgason, skrásett og
númerað allt safnið. Við vígsluna flutti þjóðminjavörður ræðu og
vék að þessu samstarfi.
Allmikið starf lögðu safnmennirnir fram vegna Byggðasafns
Húnvetninga og Strandamanna. Dagana 1.—2. apríl voru þjóð-
minjavörður, Gísli Gestsson og Þór Magnússon nyrðra og lögðu á
ráð um ýmislegt varðandi safnið, litu á gamlar byggingar o. fl.,
og 7.—10. maí ferðaðist Þór um Húnavatnssýslur báðar í því skyni
að skoða gamlar baðstofur, sem til greina kæmi að taka niður og
setja aftur upp í byggðasafninu. Þau hús, sem hann taldi koma
til greina, skoðaði svo þjóðminjavörður aftur síðsumars, og varð
niðurstaða sú, að velja skyldi baðstofu á eyðibýlinu Syðstahvammi
í Kirkjuhvammshreppi. Dagana 21.—27. september unnu svo Þór
Magnússon og Halldór J. Jónsson að því að taka baðstofuna ofan