Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1965, Blaðsíða 39
kuml úr heiðnum sið
43
2L myncL. Ytra-Garöshorn, 7. kuml; ýmsir smáhlutir úr járni, m. a. svipt með
hringju.
Met, kringlótt, með járnvotti innan í, mjög tært, 1,7 sm í þvm,
5,840 g að þyngd.
Tvö met, samanstorkin og bæði nokkuð afmynduð, hafa verið
toppmynduð, um 1,3 sm í þvm, vega til samans 12,570 g.
Met, kringlótt, kúpt ofan, með gróp ofan í kollinn, 9—10 mm
í þvm, 3,684 g að þyngd.
Met, kringlótt og kúpt, 10—12 mm í þvm, 2,714 g að þyngd.
Met, lítið eitt sporöskjulagað, flatt bæði að ofan og neðan, 8—9
sm í þvm, 2,662 g að þyngd.
Met, ferköntuð plata, mikið tærð, 10—12 mm á kant, 1,985 g
að þyngd.
Auk þessara meta voru nokkrir molar úr meti eða metum, sem
eru alveg óskilgreinanleg. í mannsgröfinni fannst einnig tinnumoli,
^uest 2,5 sm, en í hrossgröfinni eða austurenda grafarinnar voru
mJög margir smáhlutir úr járni, og höfðu bersýnilega allir til-
heyrt reiötygjum, ef til vill bæði söðli og beizli (21. og 22. mynd).
Meðal þessa má nefna nokkrar sviptir eða spengur, og er lítil járn-