Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1965, Blaðsíða 50
54
ARBÓK fornleifafélagsins
„Miðvikudaginn 7. október 1959 fór ég að beiðni þjóðminjavarð-
ar að Þverá í Fnjóskadal til að athuga beinaleifar, sem vegavinnu-
menn höfðu fundið í malargryfju þar í grennd. Þegar ég kom á
staðinn, voru bein þessi horfin. Ég lét gera boð fyrir einn þeirra
manna, sem unnu við vegargerðina, þegar beinin fundust, og lýsti
hann atvikinu á staðnum.
Malargryfja þessi er á mel við veginn, sem liggur frá vegamót-
unum við Þverá norður Flateyjardalsheiði, vestan megin í þessum
hluta Fnjóskadals; þangað er um 10 mínútna gangur frá vegamót-
unum. Neðan við melinn, sem er austan við veginn, eru tóftir eyði-
býlisins Lokastaða og leifar vallargarðs. Menn höfðu notað jarð-
ýtu í gryfju þessari við vegargerðina í s. 1. septembermánuði. Þegar
þeir veittu eftirtekt beinum í ofaníburðinum og fóru að hyggja að
uppruna þeirra, var sýnilegt, að ýtan hafði rótað til beinagrind
manns, sem jarðsettur hafði verið ofarlega í melnum. Var mér tjáð,
að lítið hefði vantað á, að öll beinin sæjust í mölinni, var þeim safn-
að saman og þau lögð til hliðar. Ekki er þess getið, að neinir gripir
hafi sézt. Eins og tekið var fram, voru beinin öll horfin 7. október
s. 1., og ekkert að sjá nema ofurlítinn beinamulning á einum stað.
Vissi enginn, hvað af beinunum var orðið, en allir viðstaddir, m.
a. bóndinn á Þverá, Erlingur Arnórsson, hétu því, að gera þjóð-
minjaverði aðvart, ef eitthvað kynni að upplýsast."
15. Ytri-Neslönd, Skútustaðahreppur, Suður-Þingeyjarsýslu.
3. 7. 1960 og 2. 11. 1961.
Stóriforvaði heitir gjallhóll (gervigígur) um 400—500 metra
norðaustur frá bænum á Ytri-Neslöndum í Mývatnssveit. Hóllinn
er að heita má alveg á vatnsbakkanum austan við svokallaða Nes-
landavík, en þó voru gamlar reiðgötur milli hólsins og víkurinnar.
Hóllinn var til muna stærri en hann er nú, af því að miklu af hon-
um var ýtt burtu, þegar gerður var akvegur sá, sem nú liggur með
víkinni, þar sem göturnar voru áður. Allur var hóllinn grasi gróinn,
en moldarlag ekki þykkt ofan á gjallinu. Á austanverðum hólnum,
nokkx-u austar en þar sem hann var hæstur, hafði sézt einhver þúst
á yfirborði, en ekki hafði mönnum frekar dottið í hug, að manna-
verk væru.
í Stóraforvaða hefur verið tekið gjall til ofaníburðar og ekið
bæði út og suður. Hinn 29. júní 1960 var þar vinnuflokkur á ferð
við aðgerð á veginum, og var mokað gjalli með ýtuskóflu. Sáu