Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1965, Blaðsíða 127
ÍSLENZKUR TRÉSKURÐUR í ERLENDUM SÖFNUM
131
1. 35. (2358) Lítill stokkur úr furu. Eintrjáningur, ferkant-
aður í þverskurð, með sneiddum hornum. Rennilok. L. 20,8. Br. um
6. H. 5,2.
2. Annar gaflinn sprunginn, annars óskemmdur. ómálaður.
3. Útskurður á loki, hliðum og göflum. Á loki höfðaleturslína.
Stór naglskurður til þess að taka í, en dálítill kílstungubekkur við
hinn endann. Kílstunguraðir ofan á brúnum hliðanna og við enda
Þeirra. Annars er sinn bylgjuteinungurinn á hvorri hlið, flatt upp-
hleyptur, að kalla má eins báðum megin. Teinungarnir eru einfald-
lega myndaðir með nokkrum ristum uppundningum og fáeinum skor-
Um við brúnirnar. Nokkur þverbönd yfir um stönglana. Á göflum
eru hornalínur dregnar. Lína, brotin í horn, liggur samhliða horna-
Hnunum í hverjum þríhyrningi, og auk þess er ein kílstunga í hverj-
um. — Ekki vönduð vinna.
4. Ekkert ártal.
5. Höfðaletrið á lokinu á ef til vill að lesa svo: hsugod
1. 37. (179) Stokkur úr furu, trénegldur, en auk þess nokkr-
ir járnnaglar. Rennilok. L. 29,5. Br. um 19. H. 15.
2. Önnur langhliðin er ekki vel föst, og dálítinn bút vantar á
annað efra hornið. Allstóra búta vantar efst á báðum göflum. Dá-
lítið sprunginn. Ormétinn. Ómálaður.
3. Flatt upphleypt jurtaskreyti á loki, hliðum og göflum. Alls
staðar samhverf tilhögun með beinum miðstöngli. Á lokinu liggur
hann að endilöngu, og út úr honum spretta sjö greinar til hvorrar
handar. Hver þeirra vefur sig um næstu grein, vindur sig upp og
endar með litlum kringlóttum kleppi. Nokkur þverbönd um mið-
stöngulinn, en hann lítur út fyrir að koma frá fjórum rótartrefj-
Ur>i. Annars eru allir stönglar sléttir, nema hvað nokkur smástrik
eru þar sem þeir skerast. Skreytið á hliðunum er úr sömu efnis-
atriðum. Miðstöngull alls staðar lóðréttur. Munstrið dálítið mis-
!riunandi. Á öðrum gaflinum og annarri langhliðinni eru innri út-
hnur á sumum greinunum. — Ekki vönduð vinna. Línur ójafnt
hregnar.
4. Neðan á lokið er skorið: DAG 16 MAI 1818.
5. Framan við dagsetninguna neðan á lokinu eru skornir nokkr-
lr stafir, sem munu vera GSÞD.
1- UU- (179) Stokkur úr furu, negldur með stórum trénöglum.
ttennilok. För eftir handraða. L. 34,3. Br. 17,2. H. um 16.