Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1965, Blaðsíða 108
112
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Innan í hringnum eru þrír höfðaletursstafir. Út frá honum til beggja
hliða ganga teinungsbútar, sem byrja við útbrún hans ofarlega.
Verkið er samhverft. I hvorum teinungi eru tveir aðaluppundningar,
og út úr þeim, sem nær er endanum hvorum megin, ganga svo aftur
tveir minni uppundningar. Aðalstönglarnir eru allt að 4,5 sm
breiðir. Á þeim eru innri útlínur og þverbönd. í krókunum milli
uppundninga eru smágerðir uppundnir sniglar. Skurðurinn er næsta
líkur og á nr. 3 og getur verið verk sama manns. Einnig er höfða-
letrið af sömu gerð. — Mjög fábrotinn skurður.
4. Ekkert ártal.
5. Höfðaletursstafirnir þrír eru s d d.
1. 5. (2356) Rúmfjöl úr furu. L. 116. Br. 18. Þ. um 1,3.
2. Dálítið maðksmogin og nokkuð slitin á framhlið, einkum
hornin. Ómáluð.
3. Útskurður á framhlið. Höfðaleturslínur við efri og neðri
brún, og eftir endilangri miðjunni er bylgjuteinungur, sem mjög
líkist teinungnum á nr. 3, en stönglarnir eru hér nokkru breiðari,
2—2,5 sm. Stafagerðin er hin sama. Nr. 3, 4 og 5 eru að öllum lík-
indum eftir sama mann. — Mjög einfalt verk.
4. Ekkert ártal.
5. Höfðaleturslínurnar:
---------rtsemegrennsorgedasott/semastad/kiemu
daudansnottnæturkualasemneidþigniotalattuþaiesumig — —
1. 6. (2356) Rúmfjöl úr furu. L. 104,4. Br. 15,5. Þ. um 1,3.
2. Tvö göt hafa verið boruð gegnum fjölina miðja. Framhlið og
annar endi dálítið slitin, annars óskemmd. Ómáluð.
3. Útskurður á framhlið. Höfðaleturslínur við efri og neðri brún.
Á bilinu milli þeirra er í miðju mjór sléttur hringur með ihs-merk-
inu í höfðaletri. Báðum megin við hringinn eru bylgjuteinungar, um
3 mm upphleyptir. Verkið er ekki samhverft. StÖnglarnir eru flatir
og sléttir. Þverband yfir stöngul aðeins á einum stað. Aftur á móti
eru þverbönd milli raða af þríhyrndum skipaskurðarstungum yfir
kringlurnar, sem hver uppundningur endar á. Smágreinar enda einn-
ig á kringlum, en þær eru alveg sléttar. Á nokkrum þríhyrndum
blöðum eru þverbönd við fremri brún. Breidd aðalstöngla er um 1
sm. — Frumstæður skurður og línurnar ójafnt ristar.
4. Ekkert ártal.
5. Höfðaleturslínurnar: