Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1965, Blaðsíða 69
fornaldarkuml a selfossi
73
sem búið hefur á Selfossi a. m. k. meira en eitt ár og líklega mörg.
Þar segir svo:
„Selfoss. Nú almennilega kallaður Foss-------------Rauðholt. Al-
mennilega kallað Rauðholtsbær. Fornt eyðiból hér í landinu, og sjást
enn ljós byggingamerki, bæði tóftarústir og túngarðs leifar. En
enginn veit annað um þessa jörð að undirrétta, og eru munnmæli
að þessi jörð hafi eyðilagzt í miklu plágunni, sem hér gekk í land-
inu Anno 1700, og síðan aldrei byggzt.
Ómögulegt er hér aftur að byggja, því túnið er komið í gras-
leysumóa og mjög uppblásið, þar með má Foss ekki missa slægjur
þær, er hann brúkar þar í kringum fornbýlið".
Ekki kemur til mála, að Rauðholt hafi farið í eyði árið 1700
eins og hér segir, enda mun hér vera um ritvillu að ræða. Árið
1700 gekk hér engin plága, í öðru lagi er vitnað til munnmæla um
það, sem gerðist það ár, og er greinin þó rituð aðeins 9 árum síðar
og eftir forsögn manns, sem átti heima á næsta bæ og hefir líklega
verið þar sjálfur árið 1700, og áreiðanlega hefur einhver viðstaddra
bænda átt heima í nágrenninu það ár. Enn fremur er ástandi jarð-
arinnar og húsaleifum lýst þannig, að trúlegt er, að þar sé fremur
lýst nokkur hundruð ára gömlu eyðibýli en jörð, sem er alveg ný-
farin í eyði. Ég álít því, að ,,mikla plágan, sem hér gekk á landinu“
sé svartidauði og hér hafi átt að rita ártalið 1400, en ekki 1700, og
að þetta merki einfaldlega, að Rauðholtsbær hafi farið í eyði fyrir
mjög löngu.
Eins og fyrr segir; heita Rauðholt sunnan við kumlið, í 50 til
300 m fjarlægð. Vestan við Rauðholt hefir verið gerður íþrótta-
völlur, og þar hefir jarðýta hróflað við vesturhluta holtanna, sem
i'aunar eru aðeins lágir hraunhólar. Á syðsta hraunhólnum, sem
oi’ um 300 m frá kumlinu, er stórþýfi, og kynni þar að leynast
bæjarrúst, en hvorki má þar greina tóftir né garða. Um miðbik
holtanna sér aftur á móti til mjög forns garðs, sem virðist hafa
afmarkað skakkhyrndan reit, en vesturendi hans hverfur undir
ýturuðning íþróttavallarins. Breidd reitsins frá norðri til suð-
urs er um 30 m og lengdin, sem nú sést, er svipuð. Heldur er þetta
htið til að vera tún og ef til vill of stórt sem akur. Ekki sjást nú
byggingarleifar í nánd við garðinn.
Enda þótt rústir Rauðholtsbæjar þekkist nú ekki lengur, mun
Þó hér haft fyrir satt, að Rauðholt sé mjög forn bær og að konan
unga, sem átti gripi þá, sem hér hafa verið gerðir að umtalsefni,