Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1965, Blaðsíða 125
fSLENZKUR TRÉSKURÐUR 1 ERLENDUM SÖFNUM 129
3. Skurður á hliðum og göflum. Á hvorri langhlið er höfðaleturs-
lína, en rósetta á hvorum gafli, sem myndast á þann hátt, að horna-
línur flatarins eru markaðar með tvöföldu striki með þríhyrndum
skipaskurðarstungum á milli, en í hverjum hinna þríhyrndu reita
milli hornalínanna er tungumyndað „blað“ með skipaskurðarskor-
um báðum megin; blaðið er einnig skreytt með skipaskurði og hef-
ur innri útlínur. — Vel gert.
4. Ekkert ártal.
5. Höfðaletrið lítur út fyrir að vera: gnnla
nr/gs
en er ef til vill gunlaur gs, þ. e. Gunnlaugur G. s.
1. 30. Stokkur úr furu, trénegldur. Rennilok. L. 32. Br. 15,4.
H. 13.
2. Nokkrar flísar vantar, annars óskemmdur. (Lokið er neglt
aftur, svo að ég hef ekki séð stokkinn innan). Leifar af blárri máln-
ingu.
3. Útskurður á loki, hliðum og göflum. Lokið skiptist í tvo fer-
skeytta reiti, og á hvorum eru skornir tveir bókstafir (latneskir
upphafsstafir), flatt upphleyptir. Gaflarnir eru eins, hvor um sig'
uieð flatt upphleyptri bandfléttu. Fljótt á litið virðist teinungur af
rómanskri gerð vera á annarri hliðinni, en þegar nánar er að gáð,
sést, að stönglarnir eru eiginlega tvö bönd, sem liggja í „8-tölu-
sveigjum". Á þann hátt myndast fjórir kringlóttir miðreitir, hver
nieð sinni sexblöðuðu skipaskurðarrós. Út til brúnanna teygjast
stilkar, sem enda með litlum þrískiptum blöðum (af sömu gerð og
i'andblöðin hjá Vestfjarðaskerunum). Á hinni hliðinni er hrein-
i’æktaðra jurtaskreyti, samhverft, með tveimur aðalstönglum, sem
spretta upp neðst fyrir miðju. Þeir skerast og mynda stóran upp-
undning hvorum megin. Innst er stórt rúðustrikað „aldin“ með
þrískiptu hlífðarblaði. Grein sprettur fram og myndar tvo upp-
nndninga við enda reitsins. Hér skiptist blaðið í tvo tungumyndaða
hluta og er með þverbandi. Fyllt upp með smærri þrískiptum blöð-
um á stöngli. Láréttur skástrikabekkur er fyrir ofan jurtaskreytið
ú báðum hliðum. — Vel gert. Lokið naumast upphaflegt, því að það
sker sig alveg úr. Stafirnir eru ekki eins vel gerðir og jurta- og
bandaskreytið á hliðum og göflum.
4. Ekkert ártal.
5. Stafirnir á lokinu: MÞ DA
9