Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1965, Blaðsíða 16
20
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
5. mynd. Beinplata, frá Ljótsstöðum; það sem með vissu sést af útskurðinum
er dregið upp á myndinni til hægri. Á Ijósmyndinni virðast sums staðar vera
ristar línur, ]>ar sem í rauninni eru sprungur. Um 3 :2.
í plötuna eins og miðhlutað á kindareyra, en á hinum endanum sést,
að þar hefur brotnað um gat, sem borað hefur verið gegnum plöt-
una frá jaðri til jaðars. Platan er með gulhvítum beinlit, nema þar
sem ryðlitur hefur breiðzt út frá járnnagla, sem gegnum hana
stendur á einum stað, en mjög er hún nú veðruð og æðaber, einkum
á bakhlið og brúnum, en því miður einnig á framhlið, þar sem krot-
aður er uppdráttur sá, sem gerir hlut þennan svo einstaklega hug-
tækan. Var það mikið óhapp, að hann skyldi þurfa að hrekjast á
yfirborði og skemmast, því að allt bendir til, að hann hefði verið
óskemmdur með öllu, ef hann hefði fengið að vera óraskaður í
kumlinu. Skemmdirnar valda og því, að nú verður ekki fullyrt, af
hvaða hlut þetta brot er, helzt má láta sér til hugar koma einhvers
konar svipt.
Krotið er vel grafið, línurnar jafnar og fastar í rásinni. Uppi-
staða þess er mannsandlit eða gríma, sem er haganlega fyrirkomið
á fletinum. Athyglin dregst fyrst og fremst að tveimur stórum aug-
um, sem stara beint fram, nokkuð sporöskjulöguð, en niður frá
þeim og milli þeirra er dreginn langur bogi, sem myndar klumbu-
nef. Ofan við augun eru miklar brúnir, og eftir annarri þeirra er
röð af örsmáum kringlum, þ. e. perluröð, en í gegnum hina brúnina