Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1965, Page 89

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1965, Page 89
erlendir munaðardúkar 93 I Austurlöndum nær ættu því að vera öll skilyrði fyrir hendi til framleiðslu af því tagi, sem hér um ræðir. Sá hængur er þó á, að gera yrði ráð fyrir, að gamli kljásteinavefstaðurinn hefði verið í notkun meðal handverksmanna þar allt fram á 10. öld. Á þessum tíma voru til í Austurlöndum nær miklu fullkomnari vefstólar af láréttu gerðinni, eftir varðveittum dúkleifum að dæma, en ef til vill mætti hugsa sér, að mismunandi gerðir af vefstólum hefðu verið í notkun samtímis, og t. d. að gömul vefnaðarhefð hefði haldizt á tilteknum stað og fíngerðu hringavaðmálin þá verið ofin þar. Eins og er, verður þó ekkert vitað um þetta með vissu. Um 1000 er að sjá sem mikilvæg umskipti á vefnaðaráhöldum eigi sér stað í Vestur-Evrópu, því að lárétti vefstóllinn með skamm- elum kemur í fyrsta skipti fram í heimildum á 11. öld. Upplýsingar um hann eru örfáar og tilviljunarkenndar, og ekki er vitað, hvaðan hann barst. Hann ryður sér til rúms með leifturhraða og er frá upphafi tengdur iðn félagsbundinna handverksmanna. Fíngerðu hringavaðmálin finnast nú ekki framar. Satt er, að mjög litlar leifar ullardúka hafa varðveitzt frá miðöldum, mölur og ryð hafa grandað þeim. En með skjallegum heimildum hefur varðveitzt mikið af reglugerðum og ákvörðunum vefaragildanna, og þær veita vitneskju um efnin, sem ofin voru. f skjölunum sjást engin merki þeirra dúka, sem hér er um rætt. Hins vegar kemur þar fram nýr munaðardúkur, skarlat (n. skarlat eða skarlagen), sem nefndur er í evrópskum heimildum frá 11. öld og síðar. Hann er einnig alkunnur úr íslenzkum fornsögum. Svo er að sjá sem hann hafi oft verið með skærrauðum lit, og af því leiddi, að merking orðsins skarlats færðist yfir á litinn á síðari hluta miðalda. Eftir því, sem ráðið verður af heimildum — engar leifar efnisins hafa varðveitzt, svo vitað sé — hefur skarlat verið með allt annarri gerð en efnin frá Snæhvammi og Reykjaseli, þ. e. þæft og lóskorið mjúkt efni, með smágerðri ló og án sýnilegrar vefnaðargerðar.19 Ef til vill hefur það verið eftirlíking af persnesku efni, eins og nafnið, sem leitt er af persneska orðinu sakirlat, virðist benda til.20 1 grein í Fornvánnen 1965, sem öðrum þræði er umsögn um bók greinarhöfundar um gamla vefstaðinn, lýsir Agnes Geijer yfir því, að hún hallist að því nú, að fíngerðu efnin af gerðinni frá Reykjaseli og Snæhvammi hafi verið ofin í Sýrlandi. Hún hvikar þó ekki frá þeirri skoðun sinni, að þessi efni hafi verið nefnd pallia fresonica; að hennar áliti hafa þau á Vesturlöndum fengið nafn af frísneskum kaupmönnum, sem verzluðu með þau.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.