Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1965, Blaðsíða 9

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1965, Blaðsíða 9
kuml úr heiðnum sið 13 kúpa fannst þarna mjög heilleg, og þegar ég gróf eftir, fann ég fleiri bein, en augljóst var þegar í stað, að gröf þessi var upp- grafin fyrir löngu, og var ekki að finna neitt bein óhreyft. Beinin eru úr miðaldra konu. Ekkert verður með vissu sagt um umbúnað né hvernig gröfin sneri, og engir hlutir fundust. Fundurinn er að því leyti mjög ófróðlegur, en hitt er aftur á móti merkilegt að finna gröf á þessum stað. Virðist ekki annað sennilegra en að þetta sé gröf frá heiðni, og mundi það benda til, að smábýlið sé einnig svo gamalt. Þess skal getið, að ekki er langt til kirkju frá þessum stað. Fremri-Svartárdalur á kirkjusókn að Goðdölum, og er stutt yfir fjallið að fara og ekki erfitt að koma líki þá leið. 7. Öxnadalsheiði, Akrahreppur, Skagafjarðarsýsla. 25. 9. 1962. Snemma sumars 1962 hringdi Ingólfur Nikódemusson á Sauð- árkróki til Þjóðminjasafnsins og skýrði frá því, að hann hefði orðið var við mannsbein og hrossbein á blásnum mel uppi á Öxna- dalsheiði. Mikil ferðalög lágu þá fyrir starfsmönnum safnsins, og gafst ekki tími til að rannsaka fundinn fyrr en seint í september. Þá var ég á eftirlitsferð um Norðurland og notaði tækifærið til að koma við á þessum stað. Rannsakaði ég fundarstaðinn dagana 20. og 21. sept. Fyrri daginn voru með mér nokkra stund þeir Ingólf- ur Nikódemusson og Stefán Jónsson fræðimaður á Höskuldsstöð- um (2. mynd), en annars vann ég einn að rannsókninni. Reyndist þarna vera kuml konu og hests frá heiðnum tíma. Staðurinn er vestarlega á heiðinni, um 4 km frá brúnni á Norðurá. Vestasti hluti norðurhlíðar Öxnadalsheiðar heitir Skógarhlíð. í henni er Giljareitur, og heitir vestasta gilið Dagdvelja, rétt norðan við þann stað þar sem saman koma Heiðará og Króká, eða — með öðru orðalagi — þar sem Heiðará rennur í Króká, því að áin heitir Króká, eftir að þær koma saman. Renna árnar þarna í djúpum giljum, og verða há nef í krókunum milli giljanna. Nef það, sem fram gengur af Skógarhlíð milli Heiðarár og Krókár heitir Skógar- nef, og á því framarlega er blásinn melkollur, sem kumlið var á (3. mynd). Landslag er þarna tilkomumikið, og Mælifellshnjúkur blasir við, þegar litið er vestur eftir heiðinni. Ofan við nefið liggur þjóðvegurinn um hlíðina, og eru um 100 m frá kumli að vegi. Þar sem þjóðvegurinn er nú, var einnig áður alfaraleið um Öxnadals- heiði.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.