Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1965, Blaðsíða 14

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1965, Blaðsíða 14
18 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS að öllu leyti mjög venjulegt að öllum frágangi. Sams konar um- búnaður og afstaða milli mannsgrafar og hrossdysjar er áður þekkt í mörgum íslenzkum kumlum. Hið eina, sem sérkennilegt er, er stað- urinn, þar sem kumlið er langt frá bæjum og við fjallveg milli héraða. Mætti láta sér til hugar koma, að kona þessi hefði dáið á ferðalagi um Öxnadalsheiði og ef til vill verið langt að komin, svo að ekki hefðu þótt tiltök að færa hana heim til sín til greftrunar. Móti því mælir þó, að þetta kuml hefur ekki verið eina kumlið á þessum slóðum. Beinin, sem fundust í malargryfjunni, þar sem Mannabeinahóll var, eru að sögn Jóns Steffensens úr öðrum manni stórvaxnari, áreiðanlega karlmanni. Þau eru lærleggur, partar úr báðum mjaðmargrindarbeinum, spjaldbein og brot úr hælbeini. Sennilega hefur hrosshryggjarliðurinn, sem fannst neðar í gryfj- unni, þá verið úr hrosskumli, sem fylgt hefur þessari mannsgröf. En vissulega hafa verið grafnar a. m. k. tvær manneskjur á þessum slóðum, karl og kona, og minnka þá líkurnar fyrir því, að um sé að ræða fólk, er dáið hafi á ferðalagi, en hitt aftur á móti líklegra, að hér hafi verið venjulegur kumlateigur 1 heiðnum sið. Næsti bær er Hálfdanartungur í Norðurárdal, og er þó langt þaðan og yfir háan háls að fara. Virðist harla ósennilegt, eftir staðsetningu annarra kumlateiga að dæma, að þetta geti verið kumlateigur frá Hálfdanar- tungum. Vaknar þá sú spurning, hvort hugsanlegt sé, að bær hafi verið hér á heiðinni í fornöld. 1 sjálfu sér er það ólíklegt, en þó ekki óhugsandi, því að niður frá kumlstæðinu eru meðfram ánni grasi grónar hallandi grundir, þar sem hægt hefði verið að rækta tún, þótt ekki megi graslendið minna vera. Rétt ofan við kumlið er rúst af litlu húsi eða rétt, en ekki virðist koma til mála, að þar hafi nokkurn tíma verið bær. Spölkorn neðan við kumlstæðið er rústa- bunga allmikil niðri við ána, en ekki virðist það hafa verið bær, og telur Stefán Jónsson á Höskuldsstöðum víst, að þarna hafi verið beitarhús frá Hálfdanartungum fyrr á tíð. Aðrar rústir er ekki um að ræða, og hafi hér verið bær í fyrndinni, kemur tvennt til greina, að skriður hafi hulið rústirnar eða þær séu undir beitarhúsarúst- unum við ána. Þessu er þó aðeins varpað fram, og er hvorugt sér- lega líklegt. Verður það enn um sinn óráðin gáta, hvernig stendur á kumlum fornmanna á þessum stað á Öxnadalsheiði. Getið skal þess, að Stefán á Höskuldsstöðum segir, að Skógarhlíð sé veður- sælasti staður, sem hann þekki til á þessum slóðum.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.