Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1965, Blaðsíða 6

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1965, Blaðsíða 6
10 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Fundarstaðurinn er norðurundan svonefndum Rauðholtum, sem eru fremur lágar öldur með holtasvip í gróðri og jarðmyndun. Er þar grunnt á hraun. Byggðin er nú að færast suður undir þessi holt, og er syðsta gatan, sem nú er, kölluð Birkivellir. Fundar- staðurinn er um 25—30 m suðvestur frá vesturendanum á húsi Bergþórs Finnbogasonar kennara, Birkivöllum 4, en um 900 m suð- austur frá bænum á Selfossi. Kumlið var á lágri holtöldu, en ekki veruleg upphækkun ofan á því. Bergþór kennari telur, að 50—60 sm moldarlag hafi verið ofan á beinunum. Engir steinar virtust hafa verið þar, en undir beinunum komu brátt hraunsteinar, svo að ekki hefur verið auðvelt að grafa líkið öllu dýpra. Líkið virtist hafa verið lagt á bakið, og hafði bolurinn stefnu NA- SV, höfuð í SV. En af þeim lærlegg, sem óhreyfður var, sást að fæt- urnir sneru nokkuð skakkt við bolinn og hafa vísað nokkurn veginn beint til norðurs, líkið hefur sem sagt verið nokkuð sveigt út á hægri hlið um mjaðmirnar. Hægri framhandleggur lá þvert yfir hryggjar- liðina rétt ofan við mjaðmargrind. Frá tönnum og niður á neðri enda lærleggs voru 91 sm. Nokkrir hlutir fundust óhreyfðir með beinunum, en hugsanlegt er, að eitthvað hafi borizt út í moldina með jarðýtunni, þó að það virðist fremur ólíklegt. Milli hægra mjaðmarbeins og neðstu hryggj- arliða var dálítil hrúga af bláleitu leirkenndu efni, og í því voru nokkrir smásteincir dökkir og með eða ofan á þessu efni nokkur lítil járnbrot, sem ekki tóku á sig hlutarlögun, enda mjög þrungin af ryði. Ofar eða við miðjan hrygg var önnur hrúga, sem í voru járn- brot ómerk, lítill hálfglær steinn með gati, líkur perlu, lítill kuðungur og tveir sérkennilegir steinar, annar grár og sporöskjulagaður með gati, líkur örlitlum kljásteini, hinn holufylling, sem fengið hefur lög- un eins og hólkur eða hringur. Allir þessi hlutir virðast vera gagns- laust dót, sem tínt hefur verið saman af sérvizku, hjátrú eða hnýsni, og gera menn slíkt eða álíka enn þann dag í dag. Helzt mætti ætla af smáhlutum þessum, að hinn heygði hafi verið kona. Beinaleifar staðfesta það, og hefur konan látizt á miðjum aldri, ekki yfir fimm- tugt. Séra Sigurður Pálsson skýrði okkur frá því, að í munnmælum væri, að einhvern tíma hefði verið kirkjugarður í Rauðholtum. Slíkt virðist þó fráleitt, en vera mætti, að áður hafi fundizt hér bein, og þess vegna hafi munnmælin myndazt. Kuml þetta er efalaust úr heiðni, og má vel vera, að fleiri séu þarna í nágrenni. 2. kuml. Framangreind skýrsla um 1. kuml á Selfossi var skrif-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.