Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1965, Blaðsíða 115
ÍSLENZKUR TRIÍSKURÐUR í ERLENDUM SÖFNUM
119
3. Útskurður á hliðum og göflum. Á öllum flötunum eru upp-
hleypt jurtaskreyti, þróttmikil og hvelfd. Gaflar eins. Á þeim liggja
samhverfir stönglar til beggja hliða út frá hjarta í miðju. Stönglarnir
enda á uppundningum og tveimur sveigðum stilkum með krók á end-
unum (eiga þó líklega að vera blaðflipar). Fyllt upp til beggja hliða
með nokkrum þríhyrningum, sem hver hefur sína þríhyrnda skipa-
skurðarstungu. Á öðrum gaflinum er lárétt röð af kílstungum fyrir
ofan þetta skreyti. — Á annarri hliðinni er einnig hjartalöguð mynd í
miðju, en hún er minni að tiltölu við stönglana, sem mynda um-
svifamikinn uppundning hvorum megin, en hann skýtur aftur frá
sér stöngli, sem sker aðalstöngulinn og myndar uppvafning fyrir
ofan hjartað. Einnig hér er fyllt upp með þríhyrndum blaðflipum
með skipaskurði. — Á hinni hliðinni á aðalstöngullinn upptök sín
við efri brún, vex niður eftir og myndar uppundning við neðra
hornið. Uppundin minni grein við hægra efra horn. Fyllt upp með
frálausum uppundningi til beggja hliða, auk þess með nokkrum úr-
hvelfdum kringlum á stilk í miðjunni og „aldini“ settu perluröð-
um til beggja handa. — Traustleg vinna.
4. Ekkert ártal.
5. Engin áletrun.
1. 32. (179) Kistill úr beyki. Geirnegldur á hornum, botn fest-
ur með járnnöglum, okarnir á lokinu með trénöglum. Járnlamir. L.
28. Br. um 14,5. H. 14.
2. Okarnir á lokinu eru dálítið lausir, annars er kistillinn í góðu
lagi. Málaður með tveimur málningarlögum, fyrst ljósbláu, síðan
ijósbrúnu.
3. Útskurður á loki, göflum og hliðum. Upphleypt, flöt jurta-
skreyti á öllum flötum. Á öðrum gaflinum er aðeins blaðaskúfur með
mörgum blaðflipum samhverft um línu, sem liggur nokkurn veg-
inn horna í milli á fletinum. Tveir af blaðflipunum eru hvassir og
sveigðir og miklu stærri en hinir. Á þeim eru innri útlínur og þver-
bönd. Hinir eru nokkuð misstórir, með skoru eftir miðju og boga-
dregnir fyrir endann. — Á hinum flötunum þremur eru teinungs-
bútar með bandlaga stönglum með innri útlínum og þverböndum.
Stærstu greinarnar enda á sams konar blaðaskúfum og sá, sem
áður var nefndur. Auk þess nokkrir minni blaðaskúfar og nokkrir
einstakir blaðflipar. — Snoturlega gert. Bersýnilega verk hins af-
kastamikla tréskera við ísafjarðardjúp um miðja 19. öld [„fyrir-
mynd Guðmundar Víborg"].