Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1965, Blaðsíða 22

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1965, Blaðsíða 22
26 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS haugfé, sem lagt hefur verið nær fótum mannsins. Lá þar enn óhreyfður og heill spjótsoddur, svo sem sjá má á uppdrætti, og við fal hans leifar af einhverju áhaldi með járnbeit og litlum hring í, enn fremur boginn af klippum þeim, sem áður voru nefndar og rótað hafði verið við áður en ég kom, svo og Ijósasteinar og smá járnbrot lítt skilgreinanleg. Allt hefur þetta verið lagt hið næsta fótum mannsins. Aftan við allt saman hefur svo hesturinn verið lagður, mjög mikið samankrepptur, enda var gröfin ekki víðari í þann endann en hinn. Eins og áður er sagt, var búið að hreyfa við mörgum hrossbeinanna, en sum voru óröskuð og virtust sýna, að hesturinn hefði verið látinn snúa lend og krepptum hrygg að líki mannsins. Einn ísbroddur fannst, sem verið hefur með hross- beinagrindinni, en aðrar járnleifar fundust ekki, og kemur varla til mála, að beizli eða söðull hafi verið í gröfinni, þótt algeng- ast sé, að slíkt fylgi kumlhestum. Botn grafarinnar var nokkurn veginn láréttur og sléttur, nema hvað nokkru dýpri grófir voru í báðum hornum við höfðaenda graf- arinnar, en ávöl upphækkun á milli þeirra. Eins og áður er sagt, var gröfin tekin 20—30 sm niður í móhellu, en ofan á móhell- unni var nokkurt jarðvegslag, og má því gera ráð fyrir, að gröf- in hafi upprunalega verið a. m. k. 50 sm á dýpt. Ekki varð nú séð, hvort yfir hana hefur verið orpinn haugur, en sýnilega hefur ekki verið grjót að ráði í gröfinni. Tveir fremur smáir steinar voru í grafarfyllingu, en annað grjót sást ekki. Þess ber að geta, að viðarkolamolar voru hér og hvar um allan botn grafarinnar, og var bersýnilegt, að þeir voru þar ekki af tilviljun, heldur hafði þeim verið dreift þar af ásettu ráði. Hef ég ekki séð slíkt greinilegar á öðrum stöðum. Nú skal lýsa haugfé því, er í gröfinni fannst (9. mynd): a. Spjót, nú í fjórum pörtum, 38 sm að lengd, en út úr falnum stendur svo sem 1 sm langur bútur af skaftinu. Fjöðrin er 24 sm löng og mest 2,3 sm á breidd, með greinilegum hrygg eftir endilöngum báðum hliðum; hún er því mjög rennileg og líður án greinilegra skila yfir í legginn, en leggur og falur til sam- ans eru 14 sm að lengd; við opið er falurinn 2,3 sm í þvermál eða eins og fjaðrarbreiddin; spjótskaftið hefur því verið grannt. Rétt ofan við opið er geirnagli, sem stendur út úr báðum meg- in og er 2,8 sm milli enda hans (í rauninni munu þetta vera tveir naglar, sem standast á) ; geirnaglinn virðist vera úr ein-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.