Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1965, Blaðsíða 59
KUML ÚR HEIÐNUM SIÐ
63
Yfirlit.
Eins og um er getið í upphafi þessarar greinargerðar, töldust
fundarstaðir heiðinna kumla hér á landi 123 árið 1956, þegar
Kuml og haugfé kom út, en tala kumla 246, eftir því sem næst
varð komizt. í Árbók 1957—1958 gerði ég grein fyrir þremur fund-
arstöðum norðanlands (Sólheimum og Elivogum í Skagafirði og
Daðastöðum í Núpasveit, N.-Þing.) og lét þess um leið getið, að
eftir athugun mundi ég telja öruggt, að beinafundur á Jarlsstöðum
í Bárðardal (sbr. Kuml og haugfé, bls. 156—157) ætti heima
í kumlatölu. Bætast þar þá við 4 fundarstaðir með 5 kumlum (að
minnsta kosti). Hefur því til þessa verið gerð grein fyrir 127 fund-
arstöðum með 251 kumli.
Hér bætast nú við 18 nýir fundarstaðir (Ytra-Garðshorn áður
talið í kumlatali), og hef ég þá talið með Gauksstaðafundinn, sem
ekki er öruggt, að sé frá heiðni, og Hrífunes, þar sem raunar fannst
aðeins hrossgröf. Á þessum 18 fundarstöðum tel ég hafa fundizt
36 kuml, þó að sú tala geti ekki verið hámákvæm sökum ýmissa
óljósra atriða á fundarstöðum og í frásögnum. En þetta er það, sem
ég hef komizt næst. Nú má því telja fundarstaði fornra kumla á
íslandi 145, en einstök kuml alls 287. (Hér við bætist svo Vatns-
dalsfundurinn, sem sagt verður frá í næstu Árbók).
Ekki verður sagt, að kuml þau, sem hér er frá skýrt, veiti mikla
nýja vitneskju um forna grafsiði, sízt af öllu um höfuðatriði. Enn
sem fyrr sýnir það sig, hve illa fornaldarkumlin eru leikin af manna
völdum, það má heita viðburður að finna óskaddaða gröf. Eins og
áður er enn enginn vottur brunakumla, enda má telja óyggjandi,
ftð líkbrennsla hafi aldrei verið höfð um hönd hér á landi. Stað-
setning kumlanna miðað við bæinn, sem þau eru frá, er yfirleitt
svipuð og áður var þekkt, en undantekning frá þeirri reglu virðist
vera kumlin á öxnadalsheiði, sem helzt má ætla, að staðsett séu
fjarri bæjum, en að vísu við alfaraveg. Um legu líka og horf, svo
°g hesta í gröfum og frágang allan er fátt nýtt að segja, þessir
nýju fundir staðfesta yfirleitt það, sem áður var vitað og rækilega
er frá skýrt í Kumlum og haugfé. Athyglisverður og áður óþekktur
ei’ þó hinn vandaði frágangur hrossgrafar í Hrífunesi, og merki-
legt er, þótt það komi ekki heiðnum grafsiðum við beinlínis, að
ttienn virðast hafa tekið líkið eða beinagrindina úr kumlinu á Aust-
ai'ahóli, ekki ósennilega til þess að flytja hana í vígða mold. Um-
merki voru þar önnur en þar sem venjulegir kumlabrjótar hafa verið