Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1965, Blaðsíða 10
14
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
2. mynd. Á kumlstœðinu á öxnadalsheiði; Stefán Jónsson, frœðimaður á Hösk-
uldsstööum, standandi til vinstri, Ingólfur Nikódemusson, finnandi kumlsins,
til hægri.
Rétt norðan við melinn, sem kumlið var á, er gríðarstór malar-
gryfja, þar sem ofaníburður í veginn hefur lengi verið tekinn. Segir
Stefán á Höskuldsstöðum, að þar hafi verið stór melhóll, sem hann
hafi heyrt eftir Gísla Sigurðssyni eldra á Víðivöllum, að kallaður
hafi verið Mannabeinahóll. Má það vel hafa verið réttnefni, því
að ofarlega í jarðýtusárinu kringum malargryfjuna fundust nú
nokkur skinin mannabein ofanjarðar, og neðar fannst einn hryggj-
arliður úr hesti. Mannabeinin lágu um það bil 75 m frá melnum,
sem kumlið er á.
Melurinn er venjulegur reglulega hvelfdur melur með stökum
steinum, og sáust engin sérstök verksummerki, þar sem kumlið var,
önnur en þau, að á hámelnum glytti í hvítnaða mannshöfuðskel
milli tveggja steina, og var lærlegg líkt og stungið niður með henni,
en rétt norðan við stóð hrossbein upp úr. Byrjað var að grafa kring-
um höfuðskelina, og kom þegar í ljós, að hún var ekki í uppruna-
legri legu. Var mjög auðvelt að ganga úr skugga um, að hún var