Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1965, Blaðsíða 143
ÖKÝRSLA UM ÞJÓÐMINJASAFNIÐ 1964
147
til sýningar í sérstöku herbergi eða á afmörkuðum stað í safninu
til minningar um skáldið. Tók safnið síðan við gripum þessum sam-
kvæmt ofansögðu.
Örnefnasöfnun.
Ari Gíslason beitti sér á þessu ári einkum að því að ganga frá
þeim hreppum í Austur- og Vestur-Skaftafellssýslum, sem hann
fór um í fyrra í því skyni að fylla þær skrár, sem þegar voru til
þaðan. Auk þess fór hann um tvo vestustu hreppa Vestur-Skafta-
fellssýslu og mun því senn hafa fullgengið frá örnefnalýsingum
úr þessum landshlutum. Mikið af starfi Ara á þessu ári hefur verið
fólgið í því að leita uppi fólk, sem gefið gæti fyllri upplýsingar, og
hefur hann víða leitað fanga í því skyni, bæði munnlega og skrif-
lega.
Jóhannes Óli Sæmundsson vann áfram að fullkomnun safna úr
Ólafsfirði og Héðinsfirði og skilaði örnefnasafni úr bæjarlandi
Akureyrar.
Gísli Sigurðsson afhenti fullkomna skrá um örnefni og fiskimið
í Álftaneshreppi hinum forna gegn nokkurri þóknun frá Forn-
leifafélaginu, og sama félag styrkti Jóhann Hjaltason til að safna
örnefnum í þremur hreppum í Norður-ísafjarðarsýslu, sem enn
voru að mestu auðir. Pétur Sæmundsen bankastjóri afhenti örnefna-
skrár úr 6 hreppum í Húnavatnssýslu.
Þjóðháttadeild.
Eins og skýrt var frá í síðustu ársskýrslu, var stofnuð þjóðhátta-
deild við safnið frá ársbyrjun 1964. Var Þór Magnússon settur
safnvörður við deildina. Hér fer á eftir skýrsla hans um þetta fyrsta
ár deildarinnar:
„Fyrsta spurningaskrá Þjóðminjasafnsins um íslenzka þjóðhætti
var send út seint á árinu 1959, og síðan hafa verið sendar út 2—3
skrár árlega. Svörin við þessum skrám hafa að mestu legið óröð-
uð hér á safninu, og er ég hóf vinnu við þjóðháttadeildina í febrúar
1964 skiptu þessi svör nokkrum hundruðum. Var því áríðandi að
hefjast sem fyrst handa um að raða þeim á kerfisbundinn hátt og
semja lykla að þeim, svo að þau yrðu aðgengileg til úrvinnslu.
Á hinum Norðurlöndunum eru slík þjóðháttasöfn víðast komin
nokkuð til ára sinna, og hefur þeim því verið fundið fast form
fyrir löngu. Fyrirkomulag í efnisskipulagi þeirra er í meginatriðum
hið sama, enda hafa yngri söfnin stuðzt mjög við reynslu hinna