Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1965, Blaðsíða 120
124
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
tvö í hverjum skúfi eru með innri útlínum og þverböndum, en oft-
ast skáskorið upp úr minni blaðflipum. Hliðar og gaflar með tein-
ungsbút af sömu gerð. — Mjög snoturlega gert, nákvæmar en á
áðurnefndum kistli, nr. 32.
4. Ekkert ártal.
5. Stafirnir í spegilnafndrættinum virðast vera SISA.
1. 50. (170) Kistill úr furu. Venjulegt lag. Trénaglar (og nokkr-
ir járnnaglar í okunum á lokinu). Járnlamir. Skráargat. L. 34,3.
Br. um 20. H. 17,3.
2. Lamir gallaðar. Skrána vantar. Gjögtir dálítið í samskeytum.
Lokið sprungið og máð ofan. Ómálaður.
3. Útskurður á loki, hliðum og göflum, um 3 mm hátt upp-
hleyptur. Á lokinu eru höfðaleturslínur við fram- og afturbrún,
en annars jurtaskreyti eins og á hliðum og göflum. Á öllum flötum
eru uppréttir stofnar með samhverfum greinum út til beggja hliða.
Á stofnunum eru mörg þverbönd og tunguraðir með naglskurði.
Greinarnar eru uppundnar og enda á stórum kringlum. Á kringl-
unum eru þverbönd, og á sumum þeirra eru tunguraðir eins og á
stofnunum. Hér og hvar er fyllt upp með tveimur eða þremur af-
löngum þríhyrndum blaðflipum með skipaskurði í. Á öllum grein-
um eru innri útlínur. (Á lokinu eru þær máðar af.) — Vel og
vandlega gert. Skrautverkið er mjög líkt og á kistlunum nr. 38 og
39, en samt er kistillinn varla eftir sama mann.
4. Ekkert ártal.
5. Höfðaleturslínurnar: margrietion
sdotterakist
1. 51. (170) Kistill úr furu. Venjulegt lag. Trénegldur. Hef-
ur ekki haft lamir eða skrá. L. 29,8. Br. 18,5. H. 18,9.
2. Stór sprunga á lokinu. Smáflísar vantar, en annars í góðu
lagi. Ómálaður. (110. mynd).
3. Útskurður á loki, hliðum og göflum. Uppistaðan sú sama á
lokinu og hliðunum. Stönglar spretta upp úr „þúfu“ fyrir miðju
og mynda aðaluppundning til beggja handa. Upphleypingin er 3—4
mm há, flöt ofan, og stönglarnir eru með innri útlínum. Þeir enda á
stórum kringlóttum kleppum. Einn af stönglunum leysist upp í
margar litlar blaðtungur með innri útlínum, en endar eftir það á
kringlu. Akantusblöð kunna að vera hér fyrirmynd. Ekki sérlega
nákvæmlega gert, en heildarsvipurinn er skemmtilegur. Útskurð-