Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1965, Blaðsíða 128
132
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
2. Óskemmdur. Ómálaður.
3. ÍJtskurður á loki, hliðum og göflum. Upphleypt jurtaskreyti
alls staðar. Á lokinu er ferköntuð umgerð með krákustígabekk úr
innristum línum og kílstungum kringum hinn skreytta reit, sem
aðeins hefur einn miðstöngul með innristum línum og ýmsum skor-
um, og til beggja handa við hann er stór upphleyptur uppundningur.
Á hliðunum er líka umgerð kringum skrautreitinn, en þar er hún
úr bekkjum með „snúnum böndum“. Jurtaskreytið er nokkurn veg-
inn hið sama á þeim báðum, teinungsbútur, sem sprettur upp í öðru
horninu. Yfirgripsmikill uppundningur í hvorri bylgju. Fyllt upp
með smágreinum, sem mynda smærri uppundninga og með nokkrum
lykkjulaga blöðum. Eitt þverband yfir stöngulinn. Annars eru all-
ir stönglar sléttir og flatir ofan. Skorið á ská niður á milli þeirra.
Á báðum göflum eru samhverfar jurtir með lóðréttan miðstöngul,
ekki eins á báðum. Efnisatriði hin sömu og á langhliðunum. —
Vandað verk.
4. Ekkert ártal.
5. Engin áletrun.
1. U8. (179) Stokkur úr eik, gaflar og lok úr furu. Trénaglar
og járnnaglar. Rennilok með totu til að taka í. L. (stokksins) 20,5.
Br. 8,6. H. 7,2.
2. Botninn ekki vel fastur. Vantar smábúta. Lokið sprungið. Á
lokinu leifar af rauðbrúnni málningu.
3. Útskurður á loki, hliðum og göflum. Á lokinu eru þrír ristir
latneskir skrifstafir með ristum jurtahlutum umhverfis. Á totunni
á lokinu er einn naglskurður, ein kílstunga og tvær þríhyrndar
skipaskurðarstungur, auk þess nokkrar ristar línur. Á hvorri lang-
hlið er hringakeðja, einföld í sniðum, og á báðum göflum eru horna-
línur dregnar. 1 þríhyrningunum fjórum, sem þannig myndast, eru
margar samhliða línur, brotnar í horn, og stór kílstunga. — Vandað
verk.
4. Ekkert ártal.
5. Stafirnir á lokinu: GID
1. 57. (2357) Stokkur úr furu. Tré- og járnnaglar. Rennilok
með fjórum kringdum totum í röð á öðrum endanum. L. (stokksins)
33,8. Br. 20. H. 18,5.
2. Stór sprunga í lokið og aðra langhliðina. Nokkur ljót nagla-
för. Dálítið ormétinn. Ómálaður.