Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1965, Blaðsíða 110
114
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
stöngulinn. Samhverft skurðverk við endana á ef til vill að tákna
blóm. Sums staðar er skorið alldjúpt niður milli stönglanna. —
Fremur nákvæmur skurður, en heldur einhæfur.
4. 1845.
5. Stafirnir í miðreitnum eru IBS og GGD.
1. 9. (2356) Rúmfjöl úr furu. L. 107,2. Br. 20. Þ. um 1.
2. Sprungin langs og þvers og önnur fjöl sett á á bakhlið næst-
um því að endilöngu. Mörg naglaför og göt eftir tréorm. Ómáluð.
3. Upphleyptur útskurður á framhlið, 1—4 mm hár. Á miðri
fjöl er sléttur hringur með IHS-merkinu. Til beggja hliða út frá
hringnum ganga teinungsbútar, með tveimur aðaluppundningum
hvor. Samhverft verk. Stönglarnir eru flatir og sléttir, um 2 sm
breiðir, með þverböndum á öllum meiri háttar greinamótum. Grein-
arnar eru uppundnar. Hér og hvar sprettur út úr stönglinum dá-
lítill blaðflipi, hvass, tungulaga eða tigulmyndaður, auk þess nokkur
smá blóm, sem samanstanda af ferköntuðu (tigulmynduðu) krónu-
blaði og tveimur hvössum og sveigðum blöðum til hliðar. — Sæmi-
lega gert.
4. Ekkert ártal.
5. Aðeins IHS-merkið.
1. 10. (2356) Rúmfjöl úr furu. L. 128. Br. 22. Þ. um 1,3.
2. Nokkrar stórar sprungur eftir miðju. Nýr bútur felldur í
við eitt hornið. Maðksmogin. Ómáluð.
3. Flatt upphleyptur útskurður á framhlið. f miðju kringlóttur
skjöldur með fjórum höfðaletursstöfum, „ANO“ og innskornu ár-
tali. Efst og neðst á skildinum eru krákustígsbönd. Ósamhverfir
teinungsbútar út til beggja hliða. Stönglar mjög breiðir, allt að
6—8 sm, en í rauninni mjög misjafnir. Á þeim eru innri útlínur og
þverbönd. Allar greinar enda á uppundningum, sem einnig hafa
þverbönd. Út úr nokkrum þeirra sprettur lítill blaðbroddur. — Illa
unnið.
4. 1848.
5. Höfðaletursstafirnir: absa.
1. 11. (2356) Rúmfjöl úr furu. L. 122. Br. 17,7. Þ. um 1 (+ 0,7).
2. Sprungin langs og þvers, og þynnri fjöl fest aftan á með tré-
nöglum næstum því að endilöngu. Brotið af til endanna. Dálítið
maðksmogin. Ómáluð. (107. mynd).