Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1965, Blaðsíða 36
40
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
16. mynd. Ytra-Garöshorn, lf. kuml, grunnmynd.
fram með suðurhlið grafar, fætur krepptir við norðurhlið. Eftir-
tektarvert var, að hesturinn hafði verið lagður alveg að fótum
stúlkunnar, en ekki bil á milli eins og í öllum hinum kumlunum. Með
hrossbeinunum fundust tvær gjarðarhringjur venjulegar og lágu
við hrygg; auk þess fáeinir naglar; hesturinn hefur verið söðlaður,
en engin fundust mél fremur en í öðrum kumlum í Ytra-Garðshorni.
U. kuml var um 8,5 m norðaustan við 3. kuml og hafði sama horf
og það (16. mynd). Óreglulegt grjótlag var yfir gröfinni, en hún
var 175X75 sm efst, en lítið eitt þrengri við botn. Frá yfir-
borði og niður á botn voru 60 sm, og hafði verið grafið 20 sm niður
í smiðjumóinn. Rótað hafði verið í gröfinni hornanna í milli, og
var ekkert óhreyft. Nokkur mannabein fundust á strjálingi, en
ekkert annað. Engin hrossgröf var með kumli þessu. Mannabeinin
eru úr gömlum karlmanni.
5. kuml var um 4,5 m sunnan við 3. kuml og sneri nákvæmlega
N-S, eitt allra kumlanna. Gröfin var mjög reglulega rétthyrnd
og snyrtileg, 160X70 sm víð, um 70 sm djúp. Lítið grjót var 1
henni og minna en í hinum gröfunum, en öll var hún uppmokuð
áður eins og þær. Óhreyft var þó í botni og jafnvel upp með
grafarbökkum svart lag, sem ekki var ólíkt því, að stafað gæti frá