Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1965, Blaðsíða 60
64
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
að verki. Meðal grafanna, sem hér er gerð grein fyrir, eru all-
margar, sem í einu og öllu svara til þeirrar myndar, sem við höfum
áður gert okkur af venjulegu heiðnu kumli á Islandi, og nefni ég
þar öðrum fremur kumlin á Austarahóli og í Ytra-Garðshorni.
Að því er til haugfjár tekur er sitthvað í hinum nýju fundum,
sem fyllir í skörð eða staðfestir það, sem áður var þekkt, og skal á
fáein atriði drepið. Eitt sverð bætist í hópinn, frá Skarðsvík undir
Jökli (Öndverðarnesi), af hinni algengu gerð 10. aldar, M-gerð
Jans Petersens, og hafði verið lagt í gröf hjá 14 ára dreng. Af vopn-
um er annars helzt athyglisverð öxin frá Hábæ, þunnslegin og
vígaleg, eina öxi af M-gerð, sem fundizt hefur í kumli hér á landi,
og örvarnar 5 í kumlinu á Austarahóli, en áður höfðu örvaroddar
aðeins fundizt í Kaldárhöfðakumlinu úr Grímsnesi. Nýjung er að
finna hestbrodd í kumli (Austarihóll), þótt það geti ekki talizt
óvænt. Til hins merkara má telja sigð í 2. kumli á Selfossi og reynd-
ar kistilinn í þeirri sömu gröf, svo og snældusnúð úr blýi í Austara-
hólskumli, enn fremur eldstál úr 8. kumli í Ytra-Garðshorni og
klump af bývaxi í 9. kumli.
Að lokum skal svo enn vakin athygli á mannsandlitinu frá Ljóts-
stöðum í Skagafirði. í þeim andlitsdráttum og öllu yfirbragði er
uppmálað svipmót 10. aldar, víkingaaldar, sögualdar.