Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1965, Blaðsíða 152
FRÁ FORNLEIFAFÉLAGINU
AÐALFUNDUR 1964
Aðalfundur hins íslenzka fornleifafélags var haldinn í Bogasal Þjóðminja-
safnsins föstudaginn 11. des. 1964 og hófst kl. 8,30. Fundinn sátu 33 félagar.
Formaður Jón Steffensen setti fundinn og minntist síðan þeirra félaga, sem
vitað er að hafi látizt, síðan síðasti aðalfundur var haldinn. Þeir eru:
Björn Jónsson, Lyngholti, Hvammstanga,
Davíð Stefánsson skáld, Akureyri,
Gunnar Stefánsson stýrimaður, Reykjavík,
Höskuldur Björnsson listmálari, Hverageröi,
Jón Ólafsson verkamaður. Reykjavík,
Martin Larsen lektor, Kaupmannahöfn,
Sigurður L. Pálsson menntaskólakennari, Akureyri.
Risu fundarmenn úr sætum i virðingarskyni við hina látnu féiaga.
í félagið hafa gengið á þessu ári 31 félagi, og eru félagar nú alls 634.
Þessu næst skýrði formaður frá, að Árbók fyrir árið 1964 væri nú fullbúin til
prentunar og mundi berast félagsmönnum innan skamms.
Þá las féhirðir reikning félagsins fyrir árið 1963.
Þessu næst skýrðu starfsmenn Þjóðminjasafnsins frá nokkrum rannsóknum,
sem þeir gerðu á síðastliðnu sumri. Þór Magnússon sagði frá rannsóknum i Hvitár-
holti í Hrunamannahreppi, Þorkell Grímsson sagði frá rannsókn á fornum leiðsl-
um i Reykholti og Kristján Eldjárn sagði frá ýmsu, sem hann athugaði á könn-
unarferð sinni norður og austur um land og þó einkum ferð sinni til Papeyjar.
— Allir sýndu þeir skuggamyndir til skýringar máli sinu.
Fleira gerðist ekki. Fundi slitið.
Jón Steffensen.
Kristján Eldjárn.
STJÓRN FORNLEIFAFÉLAGSINS
Embœttismenn, kjörnir á aöalfundi 1963:
Formaður: Jón Steffensen prófessor.
Skrifari: Dr. Kristján Eldjárn þjóðminjavörður.
Féhirðir: Gísli Gestsson safnvörður.
Endurskoðunarmenn: Theodór B. Líndal prófessor
og Einar Bjarnason rikisendurskoðandi.