Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1965, Blaðsíða 70
74
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
hafi átt þar heima. Sama máli mun þá gegna um gömlu konuna,
sem heygð var í kumli því, er fannst á Selfossi 1958 og grein er
gerð fyrir í skýrslu Kristjáns Eldjárns hér að framan.
HEIMILDARRIT:
1 Sjá greinargerð Kristjáns Eldjárns hér að framan, bls. 9—11.
2 Oluf Rygh: Norske Oldsager. Kria 1885.
3 Jan Petersen: Vikingetidens redskaper. Oslo 1951.
4 Kristján Eldjárn: Kuml og haugfé úr heiðnum sið á Islandi. Kumlatal. Akur-
eyri <1956).
5 Holger Arbman: Birka I, Die Gráber. Uppsala 1940 og 1943.
0 Birger Nerman: Grobin-Seeburg, Ausgrabungen und Funde. Uppsala 1958.
7 Jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalins, annað bindi. Khöfn 1918.
2. Syðra-Krossanes, (áður) Glæsibæjarhrepptir, Eyjafjarðarsýsla.
30. 3. 1963.
Ofan við síldarverksmiðjuna í Krossanesi við Akureyri var hreins-
uð mold og svörður ofan af malarnámu, sem þar er í fornum sjáv-
arhjalla. Uppi á hjallanum stóð áður bærinn í Syðra-Krossanesi,
en Ytra-Krossanes stóð 200—300 m norðar og eru tvö gil á milli
bæjanna rétt norðan við malarnámið. Það gilið, sem nær er, mun
vera nefnt Syðragil. f marz 1963 varð vart við mannabein fyrir
ýtutönninni, og var þá þjóðminjaverði gert viðvart. Hann bað
Steindór menntaskólakennara Steindórsson að líta á þetta. Hann
talaði svo við þjóðminjavörð aftur, og varð þá að samkomulagi, að
ég liti á beinin og gröf þá eða kuml, sem Steindór fann og honum
virtist vera úr heiðni. Ég fór svo norður með flugvél, sem fór
héðan kl. 4 föstudaginn 29. marz 1963, athugaði beinin og kumlið
fyrri hluta laugardags og fór síðan aftur til Reykjavíkur með
flugvél frá Akureyri kl. 540 sama dag. Á Akureyri naut ég ágætrar
fyrirgreiðslu og gestrisni Guðmundar Guðlaugssonar verksmiðju-
stjóra og Steindórs Steindórssonar kennara, sem báðir komu með
mér á kumlstaðinn. Var þá veður fagurt, logn og sólskin og jörð
auð og klakalaus að mestu.
Eins og fyrr segir, var kumlið uppi á háum hjalla ofan við Krossa-
nesverksmiðjuna, um 20 m vestan hjallabrúnarinnar, 20 m sunn-
an gilbrúnar Syðragils og á að gizka 50 m austan bæjarins í Syðra-
Krossanesi, sem er í eyði, og hefur rústin verið sléttuð út. Er víð-
sýnt frá kumlinu um allan Eyjafjörð.
Jarðýtan hafði tekið allóþyrmilega á beinunum, brotið sum og