Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1965, Blaðsíða 79
tveir kumlfundir
83
Á víkingaöld voru sverð borin í fatli um öxl eða við linda. Leifar
fetilfestu hafa varðveitzt á sverðinu úr 4. kumli á Sílastöðum, járn-
spöng á slíðrum, og til er talin spöng meðal haugfjár úr Baldurs-
heimskumli. Fágæti hér á landi og víðar, ef litazt er um í minjabúri
víkingaaldar, verður atriði þetta að teljast, og nú fengin kærkomin
viðbót heimildum.
Sverð þetta skipar ellefta sæti í röð kumlfundinna sverða hér-
lendis, þeirra, sem varðveitzt hafa, heilleg eða að nokkru leyti.
Spjótsoddur úr járni og brot af tanga og fal, K-gerð. Er oddurinn
21,5 sm á 1., br. mest neðan við miðju, 3,7 sm. Báðum megin liggur
röst eftir miðju blaði. Fjaðurbrúnir eru íbjúgar að neðan. Hlut-
urinn er ryðgaður og hrjúfur mjög, kvarnazt hefur framan af, og
tangi hefur brotnað við mjóddina. Tvö lítil brot geymast af tanga,
1. 2,8 sm og 3,3 sm, falla þau að stúf bæði, þá falbútur, 1. 5,9 sm,
þvm. mest um 2,6 sm, þetta leifar fals á skaftviði. Ryðhúð er á
brotum þessum og falurinn hrjúfur.
Brot skjaldarbólu úr járni, allmörg, þunn, þakin ryðhúð. Er
ekkert þeirra meira en 4,4 sm að þvermáli. Toi’velt er að greina
heildarlögun. Á einu brotanna er bútur haftboi’ða úr járni.
Járnhnífsblað. Lengd um 6,8 sm, þ. við bakka um 0,9 sm. Tang-
inn er brotinn af. Ryðhlaðið mjög.
Beinnál. Lengd um 12,5 sm. Á nálinni er ferhyrnt og upphátt
blað að ofan, og greinist það frá legg við vik sitt hvorum megin.
Er leggurinn grannur, beinn að kalla, kringlóttur í þverskurði og
mjókkar fram í hvassan odd. Breiðust er nálin efst á blaði, br.
þar 1,6 sm, en þykkt er mest við mót blaðs og leggs, 0,6 sm. Nokkuð
er blaðið hornskakkt í sniði og rís skáhallt. Á aðra hlið þess er
Tistur x-laga kross, grunnt og óvandlega. Beinið er gulleitt, með
brúnni slikju, gljáir víðast hvar, og í því má greina örsmáar holur.
Nálin er slétt öll. Laglegur gripur. Um beinprjóna slíka frá forn-
öld, sem hafðir voru í klæðum, er getið i riti Kristjáns Eldjái’ns,
.,Kuml og haugfé“, bls. 319. Sbr. Þjms. 11297.
Ýmsir járnmolar, smáir og ryðgaðir.
Til ákvörðunar á aldri kumlsins má hafa sverðið og spjótsoddinn.
Bendir gerð sverðsins einkum til síðara hluta níundu aldar, spjótið
mun hins vegar yngra, gerð þess frá næstu öld á eftir, og koma
því saman leiðir á tíundu öld. Sérkenni er sandlagið, og hefur sams
konar umbúnaður ekki áður komið í ljós við rannsóknir íslenzkra
kumla. Óneitanlega varpar greftrunin köldu ljósi á siðfar og upp-