Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1965, Blaðsíða 116
120
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
4. Ekkert ártal.
5. Engin áletrun.
1. 38. (166) Kistill úr furu. Venjulegt lag. Trénaglar. Vír-
lamir. L. 31,8. Br. um 16. H. 15.
2. Nýir bútar felldir í við lamirnar. I góðu lagi. Lokið rauðmál-
að og önnur hliðin, hin hliðin svört, gaflar báðir blágrænir. Máln-
ingin er máð.
3. Útskurður á loki, hliðum og göflum. Á lokinu eru höfðaleturs-
línur við afturbrún og frambrún. f bilinu milli þeirra er flatt upp-
hleyptur bylgjuteinungur með tiltölulega djúpum skurði á stöku
stað milli greina. Ein uppundin grein í hverri bylgju og endar á
kringlu, sem prýdd er tveimur samsíða þverböndum og tveimur
röðurn af naglskurðartungum. Á stönglum eru innri útlínur og
þverbönd. Við brúnirnar er fyllt upp með tveimur eða þremur þrí-
hyrndum blaðflipum með skipaskurði í. Skreytið á hliðunum og
göflunum er gert af sömu efnisatriðum, en hér eru á öllum fjór-
um flötum uppréttir miðstönglar með samhverfum greinum til
beggja hliða. Miðstönglarnir eru skreyttir þverböndum og tungu-
röðum eins og á kringlunum. Skreytið er líkt á báðum göflum. Á
framhlið eru uppundningarnir litlir og mjög margir. — Þokkalegt
og traustlegt verk.
4. Á botninn er rist ártalið 1750 og lítur út fyrir að vera upp-
haflegt.
5. Höfðaleturslínurnar: margriiettomasd
ottrakistilinnmr
Innan á lokinu eru stafirnir P S P S, kauðalega ristir.
1. 39. (2357) Kistill úr furu. Venjulegt lag. Trénaglar. Vír-
lamir. L. 29,2. Br. 14,1. H. 13,5.
2. Vírlamirnar í lokinu vantar, og dálítið brotið úr. Svartur
vökvi virðist hafa runnið yfir lokið og taumar ur honum niður
yfir framhliðina. Ómálaður.
3. Útskurður á loki, hliðum og göflum. Á lokinu eru höfðaleturs-
línur við afturbrún og frambrún. f bilinu milli þeirra svo og á hlið-
um og göflum er flatt upphleypt jurtaskreyti með nákvæmlega
sömu efnisatriðum og á kistli nr. 38. Sami maður hefur sennilega
gert þá báða. Stafirnir eru líka af sömu gerð. Á öðrum gaflinum
er jurtin upprétt og samhverf. Á hinum er samhvei'fingin ekki al-
gjör og aðalstöngullinn liggur horna í milli á fletinum. Á loki og