Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1965, Blaðsíða 40
44
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
22. mynd. Ytra-Garöshorn, 7. lcuml; sýnishorn af doppum og aulc þess nokkrir
litlir rónaglar.
hringja á einni þeirra, a. m. k. 10 nagla, flest rónagla, og a. m. k.
43 örstutta nagla til að negla leður, með kúptum haus (doppu), 1,5
sm í þvm, og lítilli, ferkantaðri ró á neðri enda. Allt er þetta ryð-
þrungið, en þó má sjá, að ofan á sumum doppunum er svolítill
kórónumyndaður knappur til skrauts. Allir þessir leðurnaglar voru
á litlum bletti í afturenda grafarinnar, nálægt því sem haus hests-
ins hefur verið. Má því líklegt telja, að naglarnir séu úr beizli, en
engin mél fundust þó. Úr einhvers konar reiðtygjum eru nagl-
arnir áreiðanlega.
8. kuml var 8,5 m fyrir norðaustan 7. kuml og sneri eins og
það, SV-NA, strjált grjótlag yfir (23. mynd). Gröfin var 4 m að
lengd, og hafði maður verið jarðaður í vesturenda hennar, en
hestur til fóta. Vesturendinn eða legurúm mannsins var breiðara
eða 90 sm, en hestsins aðeins 75 sm. Þá var og vesturendi grafar-
innar aðeins 60 sm að dýpt, en austurendinn mest rúmlega 70 sm
og dýpkaði nokkuð snöggt. Kumlið hafði verið rofið fyrr á tíð, en
þó ekki öllu umturnað. 1 vesturendanum var höfuðskel af manni,