Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1965, Blaðsíða 43
KUML ÚR HEIÐNUM SIÐ
47
25. mynd. Ytra-GarOshorn, 9. kunil; grunnmynd og langskuröur;
við x voru perlur, við xx hrúga af glerhöllum.
hryggur eftir endilöngum grafarbotni. Sá á stóran jarðfastan stein í
vesturenda. Miklar tréleifar voru í botninum, og virtist geta komið til
mála, að kista hefði verið í gröfinni eða a. m. k. eitthvert tréverk. Fá-
einir jdrnnaglar, sem í gröfinni fundust, munu og vera úr þessu
tréverki. Engin bein fundúst í mannsgröfinni, enda hafði hún
verið mokuð upp áður, hornanna í milli. í vesturendanum fundust
5 glerperlur (28. mynd), þar af ein aflöng og áttstrend, 2,1 sm
að lengd, rauð að lit, ein ljósblá með 5 skorum í sömu stefnu og
gatið, og þrjár dökkbláar, þar af tvær tvöfaldar. Aftast í gröfinni
fannst gróft, ljósgrátt, ferstrent og mikið eytt brýni, 11,8 sm að
lengd, og þar var líka einn glerhallur af sömu tegund og glerhall-
arnir í 9. kumli. Auk þess fundust nokkur óskilgreinanleg járnbrot,
auðsæilega sum af nokkuð veigamiklum hlutum, og 3,4 sm langt
hrot úr kambi, járnnegldum.
Hrossgröfin var 1,70 m að lengd, 60—70 sm að breidd og 70
djúp. Allt var óhreyft í henni. Hafði hrossið verið lagt þannig
1 gröfina, að lend sneri að manninum, hryggur við austurbakka,
fsetur krepptir við vesturbakka og haus í austurenda. Tvær gjarð-
nrhringjur voru saman, ekki allfjarri miðju grafar, og auk þess
Hindust 5 naglar í gröfinni, þar af einn stór rónagli.
tala 103,0; Ósápanlegt efni 46%. Niðurstaðan var sú, að um upprunalegt vax
virtist vera að ræða, sennilega bývax, en ekki ummyndaða feiti.