Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1965, Síða 22
26
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
haugfé, sem lagt hefur verið nær fótum mannsins. Lá þar enn
óhreyfður og heill spjótsoddur, svo sem sjá má á uppdrætti, og við
fal hans leifar af einhverju áhaldi með járnbeit og litlum hring í,
enn fremur boginn af klippum þeim, sem áður voru nefndar og
rótað hafði verið við áður en ég kom, svo og Ijósasteinar og smá
járnbrot lítt skilgreinanleg. Allt hefur þetta verið lagt hið næsta
fótum mannsins. Aftan við allt saman hefur svo hesturinn verið
lagður, mjög mikið samankrepptur, enda var gröfin ekki víðari í
þann endann en hinn. Eins og áður er sagt, var búið að hreyfa
við mörgum hrossbeinanna, en sum voru óröskuð og virtust sýna,
að hesturinn hefði verið látinn snúa lend og krepptum hrygg að
líki mannsins. Einn ísbroddur fannst, sem verið hefur með hross-
beinagrindinni, en aðrar járnleifar fundust ekki, og kemur varla
til mála, að beizli eða söðull hafi verið í gröfinni, þótt algeng-
ast sé, að slíkt fylgi kumlhestum.
Botn grafarinnar var nokkurn veginn láréttur og sléttur, nema
hvað nokkru dýpri grófir voru í báðum hornum við höfðaenda graf-
arinnar, en ávöl upphækkun á milli þeirra. Eins og áður er sagt,
var gröfin tekin 20—30 sm niður í móhellu, en ofan á móhell-
unni var nokkurt jarðvegslag, og má því gera ráð fyrir, að gröf-
in hafi upprunalega verið a. m. k. 50 sm á dýpt. Ekki varð nú
séð, hvort yfir hana hefur verið orpinn haugur, en sýnilega hefur
ekki verið grjót að ráði í gröfinni. Tveir fremur smáir steinar
voru í grafarfyllingu, en annað grjót sást ekki. Þess ber að geta, að
viðarkolamolar voru hér og hvar um allan botn grafarinnar, og
var bersýnilegt, að þeir voru þar ekki af tilviljun, heldur hafði
þeim verið dreift þar af ásettu ráði. Hef ég ekki séð slíkt greinilegar
á öðrum stöðum.
Nú skal lýsa haugfé því, er í gröfinni fannst (9. mynd):
a. Spjót, nú í fjórum pörtum, 38 sm að lengd, en út úr falnum
stendur svo sem 1 sm langur bútur af skaftinu. Fjöðrin er 24
sm löng og mest 2,3 sm á breidd, með greinilegum hrygg eftir
endilöngum báðum hliðum; hún er því mjög rennileg og líður
án greinilegra skila yfir í legginn, en leggur og falur til sam-
ans eru 14 sm að lengd; við opið er falurinn 2,3 sm í þvermál
eða eins og fjaðrarbreiddin; spjótskaftið hefur því verið grannt.
Rétt ofan við opið er geirnagli, sem stendur út úr báðum meg-
in og er 2,8 sm milli enda hans (í rauninni munu þetta vera
tveir naglar, sem standast á) ; geirnaglinn virðist vera úr ein-