Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Qupperneq 44
44
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
været benyttet flittigt til bemaling af skulpturer hele middelalderen igennem og
er konstateret pá norske antemensaler og loftmalerier fra 1200-tallet.
Konklusionen af undersogelsen má blive, at de omtalte vábener som de frem-
træder i dag, má være oprindelige, bortset fra den overfladeretouch, som Jaeob
Kornerup ved sin restaurering har forsynet dem med. Det má betragtes som ganske
udelukket, at fugl eller striber kan være tilfort pá et senere tidspunkt. Det ude-
lukker blandt andet den sjældne blá farve, som forekommer sável pá fugl som pá
de blá striber, og denne farve glider ud af malernes farvekrukker o. 1500. Bortset
herfra má det anses at ville være hojst ejendommeligt, om to malere fra forskellig
periode ville vælge det samme blá farvestof til formálet.
Kobenhavn, den 20. januar 1972.
Mogens Larsen.
BILAG 4
Ok þat sumar, er nú var frá sagt (þ. e. 1258), gaf Hákon konungr Gizuri jarls
nafn ok skipaði honum allan Sunnlendingafjórðung ok Norðlendingafjórðung
ok allan Borgarfjörð. Hákon konungr gaf Gizuri jarli stórgjafir, áðr hann fór út
um sumarit. Hákon konungr fekk Gizuri jarli merki ok lúðr ok setti hann í há-
sæti hjá sér ok lét skutilsveina sína skenkja honum sem sjálfum sér. Gizurr jarl
var mjök heitbundinn við Hákon konung, at skattr skyldi við gangast á Islandi.
1 Björgyn var Gizuri jarlsjafn gefit á fyrsta ári ins fimmta tigar konungdóms
Hákonar. Þá skorti Gizur jarl vetr á fimmtugan. En þá skorti hann vetr á
fertugan, er hann gekk suðr, vetr á þrítugan, er örlygsstaðafundr var, vetr á tví-
tugan, er hann gerðist skutilsveinn.
Sturlunga saga, udg. Jón Jóhannesson, Magnús Finnbogason, Kristján
Eldjárn. Reykjavík 1946.
SKJALDARMERKI ISLANDS
HELZTU ATRIÐI GREINARINNAR
1 Algemeen Rijksarchief í Haag er hin svonefnda Wijnbergen-skjaldarmerkjabók,
sem er frönsk og talin gerð á árabilinu 1265—1285. 1 henni er fjöldi skjaldarmerkja
ýmissa lénsherra í mörgum löndum, en auk þess merki 56 konunga i Evrópu, Aust-
urlöndum nær og Norður-Afriku. Aftast í neðstu röð á blaði 35 verso er merki, sem
fyrir ofan stendur „le Roi dillande", er lesa skal le Roi d’Islande, þ. e. konungur
Islands, og er þá átt við Noregskonung sem konung yfir Islandi, eða jarl hans á
íslandi, og það telur höfundur þessarar greinar sennilegast enda eru önnur dæmi
sams konar í skjaldarmerkjabókinni (t. d. Orkneyjar). Skjaldarmerkið er í bók-
inni 3 sm á hæð (sjá myndbl. II, 7. röð nr. 4.).
Merki þessu má lýsa þannig: Grunnurinn er að einum þriðja ofan frá gulur
(gylltur, gullinn), þ. e. skjaldarhöfuðið, en að tveimur þriðju þar fyrir neðan með
hvítum og bláum bekkjum eða þverböndum til skiptis, 12 bekkir alls, sá efsti hvítur.
Á þessum grunni er svo upprétt rautt ljón og heldur á öxi, sem er blá þar sem
hana ber við gult (gyllt) skjaldarhöfuðið, en líklega gul (gyllt) þar fyrir neðan.
Eins og menn sjá er litum snúið við frá merki Noregskonungs. Þar er ljónið
gyllt á rauðum feldi (sjá myndbl. I, 6. röð nr. 1).
Höfundur bendir á, að merki Englands, Skotlands, Irlands, Noregs, Manar og
Orkneyja séu öll rétt í Wijnbergen-skjaldarmerkjabókinni (sjá myndbl. I og II) og