Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Side 53
RÚNASTEINAR OG (MANNFRÆÐI
53
Jónas Hallgrímsson segir, að í Norðtungu sé rúnasteinn með
áletrun, sem „tyder paa en temmelig hoj alder“, en aðrir hafa ekki
Teynt að tímasetja hana. Finnur Jónsson segir: „Um Pál þennan
hefur ekkert fundizt."
Nafnið er fremur algengt, en ekki hef ég rekizt á neinn mann
með því, sem ég gæti ætlað að þessi steinn væri yfir.
9. Rúnasteinn frá Hvammi í Norðurárdal (1). Steinninn er nú
horfinn. Bæksted bls. 111-114.
Hér hvílir Sœmundur Gamlason.
Aldursákvörðun áletrunarinnar er hjá Eggerti Ólafssyni og Bjarna
Pálssyni frá 13. öld eða heldur yngri, en á þeirra tímum munu menn
hafa talið rúnirnar yfirleitt eldri en síðar var gert. Finnur Jónsson
og Matthías Þórðarson telja báðir Sæmund vera ókunnan, og við
það verður enn að sitja.
10. Rúnasteinn frá Hvammi í Norðurárdal (2). Steinninn er horf-
inn. Bæksted bls. 114-116.
Hér hvílir ÞórSSur ValgarSsson, guS hans sál hafi.
Aldursákvörðun er engin, en báðir, Finnur Jónsson og Matthías
Þórðarson geta þess til, að Þórður hafi verið bróðir Ivars þess, sem
Húsafellssteinninn er yfir, sonur síra Valgarðs ívarssonar og er Val-
garðsnafnið eina leiðbeining þeirra fyrir utan það, að skammt er
á milli Húsafells og Hvamms.
11. Rúnasteinn frá Stafholti (1). Steinninn er horfinn. Bæksted
bls. 116-118.
Hér hvílir GutSmundur Jonsson Gu'Smundssonar . . .
Aldursákvörðun er ekki nefnd og nafnið er of algengt til þess að
hægt sé að geta sér nokkuð til um mann þann, sem steinninn er yfir.
12. Rúnasteinn frá Stafholti (2). Steinninn er horfinn. Bæksted
bls. 118-119.
Gautur Sigmu[ndarson]