Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Page 58

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Page 58
58 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS verið og er ekki nema einn annar prestur með Marteinsnafni á þess- um slóðum og tíma, sem til greina kæmi, síra Marteinn Bessason, sem átti Bólstaðarhlíð og að líkindum hefur verið prestur þar. Af máldögum Höskuldsstaðakirkju frá síðustu árum 14. aldar er ljóst, að Marteinn nokkur hefur verið þar prestur nokkru áður, en föðurnafn hans er ekki greint. Síra Marteinn Þjóðólfsson er einn helztu klerka nyrðra á síðari hluta 14. aldar, og er getið í skjölum frá 1360 til 1382 og er eins og fyrr segir, talinn hafa dáið 1383. Það er því fyllilega réttmætt að geta þess til að hann sé presturinn á Höskuldsstöðum og sá sem steinninn er yfir. Sá Marteinn prestur á Höskuldsstöðum, sem síra Sveinn Níelsson nefnir milli 1334 og 1348 er ekki nefndur í fornskjölum, sem nú þekkjast, og er líklegast að hann eigi við þann Martein prest, sem máldagarnir fyrrnefndu nefna. 25. Rúnasteinn frá Reykjum í Tungusveit í Skagafirði. Þjms. 12545. Bæksted bls. 149-151. Hér hvílir HlaíSgeríSur Þorláksdóttir. Hér hvílir Jósep Magnússon. Bií5 fyrir. Nöfnin í áletruninni eru sjaldgæf og fyrra nafnið þekkist ekki í fornskjölum. Hins vegar er einu sinni getið Jósefs Magnússonar. Hann er einn fjögurra votta að því í Vatnsfirði 23. marz 1433, að Sol- veig Þorsteinsdóttir, ekkja Bjarnar Jórsalafara, gaf Birni Þorleifs- syni, síðar hirðstjóra, dóttursyni sínum, hálfan Vatnsfjörð. Vottorðið er skrifað þar. Vegna þess hve nafnið er sjaldgæft má vel ætla, að hér sé um þann mann að ræða, sem legsteinninn á við. 26. Rúnasteinn frá Mælifelli í Skagafirði, nú týndur, Bæksted bls. 151-153. Hér liggur Tómas Olafsson. Ef áletrunin hefur verið rétt lesin og steinninn er frá 16. öld eða svo, mætti vel ætla, að rétt væri tilgáta sú, sem fram kemur í riti Bæksteds (bls. 153), að hún ætti við Tómas lögréttumann í Hegra- nesþingi Ólafsson.
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.