Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Qupperneq 58
58
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
verið og er ekki nema einn annar prestur með Marteinsnafni á þess-
um slóðum og tíma, sem til greina kæmi, síra Marteinn Bessason,
sem átti Bólstaðarhlíð og að líkindum hefur verið prestur þar.
Af máldögum Höskuldsstaðakirkju frá síðustu árum 14. aldar er
ljóst, að Marteinn nokkur hefur verið þar prestur nokkru áður, en
föðurnafn hans er ekki greint. Síra Marteinn Þjóðólfsson er einn
helztu klerka nyrðra á síðari hluta 14. aldar, og er getið í skjölum
frá 1360 til 1382 og er eins og fyrr segir, talinn hafa dáið 1383. Það
er því fyllilega réttmætt að geta þess til að hann sé presturinn á
Höskuldsstöðum og sá sem steinninn er yfir. Sá Marteinn prestur
á Höskuldsstöðum, sem síra Sveinn Níelsson nefnir milli 1334 og
1348 er ekki nefndur í fornskjölum, sem nú þekkjast, og er líklegast
að hann eigi við þann Martein prest, sem máldagarnir fyrrnefndu
nefna.
25. Rúnasteinn frá Reykjum í Tungusveit í Skagafirði. Þjms.
12545. Bæksted bls. 149-151.
Hér hvílir HlaíSgeríSur Þorláksdóttir.
Hér hvílir Jósep Magnússon. Bií5 fyrir.
Nöfnin í áletruninni eru sjaldgæf og fyrra nafnið þekkist ekki í
fornskjölum. Hins vegar er einu sinni getið Jósefs Magnússonar.
Hann er einn fjögurra votta að því í Vatnsfirði 23. marz 1433, að Sol-
veig Þorsteinsdóttir, ekkja Bjarnar Jórsalafara, gaf Birni Þorleifs-
syni, síðar hirðstjóra, dóttursyni sínum, hálfan Vatnsfjörð. Vottorðið
er skrifað þar.
Vegna þess hve nafnið er sjaldgæft má vel ætla, að hér sé um þann
mann að ræða, sem legsteinninn á við.
26. Rúnasteinn frá Mælifelli í Skagafirði, nú týndur, Bæksted
bls. 151-153.
Hér liggur Tómas Olafsson.
Ef áletrunin hefur verið rétt lesin og steinninn er frá 16. öld eða
svo, mætti vel ætla, að rétt væri tilgáta sú, sem fram kemur í riti
Bæksteds (bls. 153), að hún ætti við Tómas lögréttumann í Hegra-
nesþingi Ólafsson.