Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Side 87

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Side 87
ENDURHEIMT FORNALDARSVERÐ 87 Sverðið úr Hrafnkels- dal. hefði forngripasafnið íslenzka gefið manninum að minnsta kosti 100 kr. fyrir það og nú er auk þess líklega loku skotið fyrir að það komizt þángað og er það illa“. Ernst svaraði aftur með grein í Austra 29. júní (Austri 10. árg. bls. 80), og síðan skrifuðu þeir Þor- steinn og Ernst hvor sína greinina, en þessi skrif eru að mestu persónulegt karp þeirra á milli og ekkert á þeim að græða um fundaratvik sverðsins. Sverðið barst síðan utan og var gefið Oscar II. konungi af N. Petersen jústitsráði í Kaupmannahöfn, sem aftur gaf það Statens historiska museum (sbr. K. vitt. och ant. akademiens mánadsblad 1903-05, bls. 14). I seinni tíð hefur þetta sverð stundum verið kallað „sverð Hrafnkels Freysgoða“ og er það væntanlega vegna þess, að það fannst í Hrafnkelsdal. Svo mikið virðist þó víst, að það hafi ekki fundizt í haugi þeim, er kallaður var af sumum á 19. öld haugur Hrafnkels, ef líta ber svo á, að orð Þorsteins Erlingssonar „nú nýlega“ eigi við árið 1900 eða næstu árin á undan, því að Sigurður Vigfússon gróf í hauginn árið 1890 og fann þá engin vopn, aðeins bein úr tveimur mann- eskjum, karli og konu, auk viðarleifa á tvístringi. Greinilegt var að kumlinu hafði verið rótað áður, en Sigurður hefði örugglega átt að sjá eða fá um það vitneskju, ef það hefði verið gert þá skömmu áð- ur. Hins vegar er útlit sverðsins þesslegt að það hafi fundizt í uppblæstri. Þótt sverðið verði ekki sett í samband við Hrafnkel né aðra þekkta sögupersónu er það samt engu ómerk- ara. Það er hið bezta vopn, 92 sm langt, tiltölulega heillegt og mikið eftir af járni í brandinum, sem er annars fátítt um sverð fundin hér á landi. Það er af V-gerð, eftir greiningu Jan Petersens, hjöltin bein og knappurinn þrískiptur með grunnum skorum. Sú gerð sverða er frá 10. öld, jafnvel frekast talin frá fyrri hluta aldarinnar, en eins og kunnugt er, eru víkinga- aldarsverð flokkuð í gerðir eftir knappi og hjöltum en ekki bröndunum. Um þetta vísast til greinargerðar
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.