Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Síða 101

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Síða 101
tvær bækur um örnefnafræði 101 ræða að fram yfir þann málfræðilega ávinning sem hann (þ. e. ör- nefnafræðingurinn) öðlast með hjálp örnefnanna, ávinning sem er þýðingarmikill fyrir málið, sögu þess, orðaforða, hljóðþróun o. s. frv., getur hann veitt öðrum vísindagreinum mikilsverða aðstoð. Örnefni sem vitna um heiðna trú, geta t. d. veitt trúarbragðasögunni mikil- vægan stuðning. En það er nauðsynlegt að fara varlega að og með gagnrýni og að lesa ekki of mikið úr oft mjög vandmeðförnu efni.“ (bls. 12). Og síðar segir hann: „Nútíma örnefnafræði er í megin- atriðum málfræðileg vísindagrein (spráklig disciplin), þó að hún eigi sér rætur í sagnfræðinni." (bls. 12). Bengt Pamp tekur á aðferðum fræðigreinarinnar af meiri festu en Harry Stáhl, og nefnir hann fjögur skilyrði, sem verði að full- nægja í skýringu á örnefni til þess að hægt sé að álíta hana sennilega eða rétta: í fyrsta lagi verði skýringin að vera í samræmi við eldri ritmyndir nafnsins, og hann segir, að það séu einungis leikmenn sem skýri nöfn eftir núverandi mynd þeirra. Oft hefur ritmynd nafns breytzt svo gersamlega af einhverjum ástæðum, að ekki er hægt að þekkja það fyrir sama nafn og finnst í eldri ritum. Getur þá bæði verið um að ræða breytingu á framburði í viðkomandi mállýzku, og eins hitt, að einhver ritari hafi reynt að skýra nafnið og fært það í þann búning, sem hann áleit réttan. Sem dæmi um þetta nefnir Bengt Pamp skánska nafnið Faritslöv, sem í elztu heimildum er skrifað Ffarehessle, sett saman af fager og hassle. Núverandi rit- mynd. kom upp á 17. öld. I ööru lagi verður skýringin að koma heim við framburð í mállýzku þeirri, sem nafnið kemur fyrir í. Sem dæmi um það nefnir Bengt Pamp skánska nafnið Vejby, sem er skrifað Væghby 1390. Það er leitt af vag ,vegur‘, en í mállýzku þeirri, sem töluð er á þessu svæði, er framburður hinn sami á forlið nafnsins og í orðinu vag, þ. e. væj. I þriðja lagi verður skýringin að vera tæk frá orðmyndunarfræðilegu sjónarmiði. Þá verður að hafa sérstaklega í huga beygingarendingu forliða. Dæmið, sem höf. nefnir í þessu sam- bandi, er nafnið Korrarp á Skáni. Hann spyr sig, hvort þar geti verið orðið korra, sem þýðir ,lítið vatn, pollur' og kemur fyrir sem fyrri liður. En hann telur það útilokað, því að endingin -arp krefjist þess, að fyrri liður hafi endað á -a, en ekki á -u (-o) eins og vera ætti, ef um orðið korra væri að ræða. Þess vegna gengur hann út frá því, að fyrri liðurinn sé mannsnafnið Korre (Kurre), sem í eignarfalli hafi haft myndina Korra (Kurra). Að þessum þrem skilyrðum uppfylltum telur Bengt skýringuna málfræðilega rétta. En þó sé fjóröa atriðið eftir, og skýringin geti
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.