Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Blaðsíða 106

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Blaðsíða 106
106 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS lögmanns Hannessonar. Það er því stundum nefnt drykkjarhorn Eggerts lögmanns, og má það eflaust kallast réttnefni. Engu að síður eru nokkrar ráðgátur tengdar þessu merkilega horni. Ein þeirra er sú, hver gert hafi hið ágæta silfurverk, og er að því vikið í nýrri grein eftir Sigurd Schoubye í árbók Listiðnaðar- safnsins í Osló 1967. Greinin er um renessans-gullsmiðinn AE, svo- nefndur af því að hann hefur þessa stafi í stimpli sínum, en ekki er vitað, hvaða maður leynist bak við stafina, og er slíkt furðulegt, þar sem þessi meistari hefur verið einhver ágætasti silfursmiður síns tíma í Danmörku. Silfurbúningurinn á Velkenhorninu er ein- mitt eftir þennan mann, því að stimpill hans er á tveimur stöðum neðan á stéttinni. Sigurd Schoubye þekkir sjö gripi eftir AE. Þeir eru: Tveir bik- arar, sem annar er notaður sem kaleikur í Kávlingekirkju á Skáni, en hinn er í Röhsska listiðnaðarsafninu; bikararnir eiga saman, og er talið líklegt, að Friðrik 2. hafi gefið þá Hans Skovgaard ríkis- ráðsmanni í brúðargjöf 1574. Drykkjarker mikið, kallað Rosen- blommen, nú í Þjóðminjasafninu 1 Kaupmannahöfn, frá 1577, því að Hans Skovgaard gaf það í skírnargjöf prinsi þeim, er seinna varð Kristján 4. Þetta er frægastur og mestur gripur eftir AE. Bikar í Þjóðminjasafni Dana, nefndur kerúbabikarinn, talinn gerð- ur um 1580. Lítil drykkjarskál, svonefnd eyrnaskál (kovsken), í Listiðnaðarsafninu í Osló, talin gerð um 1580. Kaleilcur í Farum kirkju, með ártalinu 1588 og talinn gerður það ár. Og svo að lok- um silfurbúnaðurinn á Velkenhorninu eða drykkjarhorni Eggerts lögmanns Hannessonar. Sigurd Schoubye telur, að fyrstu þrír gripirnir sýni ótvírætt, að gullsmiðurinn AE hafi smíðað fyrir konungshirðina og því hafi hann vafalaust verið í Kaupmannahöfn. Hins vegar hefur Tage E. Christi- ansen sýnt fram á, að hann hafi alls ekki verið meðal þeirra meistara, sem voru í gullsmíðameistaragildi Kaupmannahafnar á þessum tíma. Schoubye telur þetta ekkert undarlegt, því að kon- ungur hafi einmitt mjög sniðgengið gildin, og AE muni samt sem áður hafa verið í Kaupmannahöfn, aðeins ekki í gildinu, og jafnvel verið útlendingur. Til að sanna það mál sitt, að AE hafi verið í Kaupmannahöfn, vill hann einmitt nota Velkenhornið. Hann bendir á, að Eggert Hannesson hafi verið kvaddur á konungs- fund 1578, og virðist telja sjálfsagt, að þá hafi silfurbúnaðurinn verið settur á hornið. Komi þá tvennt til. Annaðhvort hafi kon- ungur gefið Eggerti hornið ellegar Eggert konungi, en það telur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.