Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Síða 114

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Síða 114
114 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS og rak svo broddinn rétt ofan á millum herðanna á honum og sagði hann skyldi nú hælast um að vinna allt Island við sjöunda mann“. Þessi svipmynd frá 16. öld getur verið mjög rétt í öllum aðalatrið- um. Banamenn Diðriks hafa vafalítið verið búnir atgeirum, og lensa sú, sem séra Jón talar um, hefur greinilega verið atgeir, sem hægt var bæði að krækja með og leggja. Hér verður lýst þremur atgeir- um, sem meðal annars sýna gjörla hvernig þeir voru vopnaðir karl- arnir í Skálholti 1539. 2 Hinn 25. október 1965 hringdi Sigurður Egilsson á Húsavík til mín og tjáði mér, að til sín hefði komið ungur Húsvíkingur að nafni Davíð Gunnarsson og skýrt sér frá einkennilegum vopnum, sem hann hefði gengið fram á uppi í fjöllum, er hann var þar á rjúpnaveiðum sunnudaginn 24. október. Kom okkur Sigurði saman um, að mikið væri undir því komið, að fljótt yrði brugðið við að vitja vopnanna, því að nú gæti verið allra veðra von. Bað ég hann að reyna að fá trú- verðuga og greinargóða menn á Húsavík til að takast slíka ferð á hendur. Sigurður leitaði til Hjartar Tryggvasonar bæjargjaldkera, og varð það úr, að hann og Davíð Gunnarsson sóttu vopnin þriðjudag- inn 26. október, eins og frá er skýrt í skýrslu Hjartar hér á eftir. Mátti þar ekki tæpara standa, því að snjó lagði yfir allt og öll kennileiti hurfu að heita má jafnskjótt og þeir félagar höfðu tínt saman allt, sem finnanlegt var á staðnum. Öll viðbrögð og frammi- staða Húsvíkinga í sambandi við þennan fornleifafund var mjög til fyrirmyndar. Vopn þessi reyndust vera þrír atgeirar frá síðmiðöldum. Þeir vöktu að vonum mikla athygli á Húsavík og um land allt. Voru þeir hafðir til sýnis á Húsavík skamma hríð, en síðan sendir til Þjóð- minjasafnsins, eins og lög gera ráð fyrir, og komu þangað fimmtu- daginn 28. okt. Voru þeir þá þegar lagðir fram í sýniborð, og var gestkvæmt í meira lagi fyrstu sýningardagana á eftir. 1 þessu sýni- borði voru atgeirarnir til 9. marz 1966, en 14. marz fór ég með þá til Kaupmannahafnar og fékk þá í hendur Bþrge Brorson Christen- sen, yfirforverði í forvörzludeild danska Þjóðminjasafnsins, og tók sú stofnun góðfúslega að sér að forverja vopnin. Að forvörzlu lok- inni voru þau svo send hingað heim aftur og komu til safnsins hinn 7. okt. 1971. Hjörtur Tryggvason bæjargjaldkeri skrifaði og lét fylgja vopn-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.