Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Síða 130

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Síða 130
130 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS alla Vestur-Evrópu einkanlega á 15. og 16. öld. Á Norðurlöndum voru þeir ekki síður algengir en annars staðar og hafa verið fluttir þang- að inn frá suðlægari löndum, en Svíar a. m. k. smíðuðu einnig at- geira, og til voru þar þekktir atgeirasmiðir. Þingeysku atgeirarnir eru þó ekki smíðaðir á Norðurlöndum, heldur má sennilegast telja að þeir séu allir af þýzkum uppruna. Einn þeirra, A, ber innslegið smiðsmerki eða verksmiðjumerki, en ekki virðast vera tiltækar rann- sóknir, sem varpi neinu ljósi á það. Hann er af ítölsku gerðinni, hinir tveir af þýzku gerðinni. Allir þrír eru atgeirarnir íburðarlaus vopn óbreyttra hermanna, en þar fyrir eru þeir þó góð og gild vopn. Með hjálp Finns Askgárds verður eftirfarandi sagt um gerð og lögun hvers um sig í stuttu máli: A. Italskur atgeir (nafnið eftir löguninni, gæti verið þýzkur fyrir því; ítalski atgeirinn var á þýzku oft nefndur Rossschinder) af gerö sem tíðkaðist á síðari hluta 15. aldar. Gerðin er að öllu leyti svo ein- föld, að ætla má að vopnið sé í eldra lagi, því að á 16. öld var þróunin sú að bætt var við fleiri krókum og broddum. Frá miðri 15. öld og fram á miðja 16. öld var þetta algengt vopn fótgönguliða á Italíu, Frakklandi og Sviss. Sjá W. Boeheim, Handbuch der Waffenkunde, bls. 340, mynd 393a, og Wegeli, Inventar der Waffensammlung des Bernischen Historischen Museums in Bern, Bern 1939, III, Stangen- waffen, bls. 187. (Sjá hér 8. mynd). B. Atgeir af þýzkri eða svissneskri gerð frá um 1510-1520. Sjá Boeheim, Waffenkunde, bls. 332, mynd 391c, einnig 391e, sem sýnir að oddurinn er ekki í beinu framhaldi af falnum eins og á B, og Wegeli, Inventar, Taf. X og XI. (Sjá hér 9. mynd). C. Atgeir af þýzkri eða svissneskri gerð frá um 1520-1530. Eggin er skásettari en á B, og gæti það bent til ögn síðari tíma. Þessir tveir atgeirar eru svo líkir, þrátt fyrir nokkur atriði, sem á milli ber, að fullnægjandi er að vitna til sömu mynda fyrir báða. Niðurstaðan af því sem hér að framan greinir er þá sú, að vopnin, sem fundust í Grísatungufjöllum, séu hellebardar, sem Islendingar kölluðu atgeira, að öllu leyti eins og þau vopn tíðkuðust víða í lönd- um Vestur-Evrópu (sjá 8. og 9. mynd), sennilega þýzkir að uppruna, hinn elzti frá lokum 15. aldar, næstelzti frá 1510-1520 og hinn yngsti frá 1520-1530. Varlegast er að taka þessi ártöl ekki alveg bókstaf- lega, en óhætt er að segja, almennt talað, að þeir séu frá fyrri hluta 16. aldar, en á þeim kunni að vera lítils háttar aldursmunur. Eflaust hafa svo sterkleg vopn getað verið í notkun nokkuð lengi, en nánar verður ekki að orði kveðið um það efni.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.