Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Síða 134

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Síða 134
134 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS Þessi dæmi verða látin duga hér, þótt trúlega mætti tína fleiri saman í ritum 16. aldar. En litlu mundi það væntanlega bæta við vitneskju okkar um notkun atgeira hér á landi á þessum tíma, enda seint siglt fyrir að ekki leynist einhvers staðar einhver dæmi eftir. Þessi fáu dæmi, sem hér eru talin, sýna vel, að atgeirar eru á þessum tíma svo sem sjálfsagðir hlutir, sem allir þekkja. Myndir af atgeirum finnast í lýsingum handrita og í útskurði. Ól- afur helgi er á síðkaþólskum tíma oft sýndur með atgeir í axar stað. En hér verður aðeins vikið að tveimur íslenzkum myndum af mönn- um með atgeira. Önnur er í Jónsbókarhandritinu AM 147, 4to, og sýnir mann með reiddan atgeir andspænis ljóni eða kynjadýri (1. mynd)8. Myndin er fróðleg. Hún sýnir atgeir af þýzku gerðinni eins og tveir af þingeysku atgeirunum, býsna nákvæm, svo að meira að segja spengurnar upp eftir blaðinu sjást. Skaftið er digurt. Sá sem þessa mynd gerði hefur verið mæta vel kunnugur þessu vopni sinn- ar tíðar. Handritið er frá 16. öld, sennilega öðrum fjórðungi hennar, segir mér Stefán Karlsson handritafræðingur, ritað með mjög svip- aðri hendi og ýmis bréf Jóns biskups Arasonar. Líklega er sama hönd á bréfi skrifuðu á Hólum 1527. Áður segist Stefán Karlsson hafa fullyrt, að sama hönd væri á bókinni og bréfi skrifuðu í Múla í Aðaldal 1531. Þetta veitir nægilega vitneskju um aldur skinnbókar- innar. Hún er frá sama tíma og þingeysku atgeirarnir. Hin myndin, sem hér verður nefnd, er á útskornu hvalbeinsspjaldi frá Skarði á Landi, Þjms. 10910 (11. mynd), frá 1606 eða rétt um það bil, því að það ártal er á öðru sams konar spjaldi úr sömu kirkju. Þetta er íslenzkt verk eftir Brynjólf Jónsson bónda í Skarði.9 A myndinni sjást vopnaðir varðmenn við gröf Krists. Einn þeirra er með atgeir svipaðan þingeysku atgeirunum. Maður, sem er á miðjum aldri um 1600, hefur áreiðanlega þekkt atgeir af eigin sjón. 6 Ekki bregzt það, og allra sízt hér á landi, að menn spyrji, hverju það sæti, að þrjú svo mögnuð vopn finnist saman uppi í óbyggðum, hverjir hafi verið þarna á ferð, hvenær og hvers vegna. Menn spyrja eins og Diðrik af Mynden: „Hvad skal so mangen Mand mett Helle- 8 Sjá Jónas Kristjánsson: Handritin og fornsögurnar. Reykjavík 1970, bls. 70—71. 9 Sbr. Hundrað ár í Þjóðminjasafni, nr. 65. Spjaldið með atgeirsmanninum er sýnt í íslenzk list frá fyrri öldum, nr. 21.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132
Síða 133
Síða 134
Síða 135
Síða 136
Síða 137
Síða 138
Síða 139
Síða 140
Síða 141
Síða 142
Síða 143
Síða 144
Síða 145
Síða 146
Síða 147
Síða 148
Síða 149
Síða 150
Síða 151
Síða 152
Síða 153
Síða 154
Síða 155
Síða 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.