Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Page 144

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Page 144
144 ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS lega. Þá var farið að Isafjarðardjúpi, kirkjan að Nauteyri skoðuð, en nýlega hefur verið gert við hana með prýði. Þá voru athuguð nokkur önnur merk hús þar nyrðra, skemma á Laugabóli, stofuhús í Reykjar- firði, bærinn í Sveinshúsum og gamall og mjög myndarlegur hjallur í Vatnsfirði, sem hugmyndin er að safnið geri við, en hann er ein- stæður núorðið þar vestra. Fyrstu dagana í ágúst fór þjóðminjavörður um Norðurland og leit yfir gömlu byggingarnar, sem eru á vegum safnsins. Var komið að Laufási, Stóru-ökrum, Hólum, Hofsósi, Sjávarborg, þar sem í ráði er að taka gömlu kirkjuna til viðgerðar, og í Glaumbæ. Var ástand húsanna yfirleitt gott, enda höfðu sum þeirra nýlega hlotið aðhlynn- ingu. 21.-23. sept. fóru þjóðminjavörður og Gísli Gestsson safnvörður að Núpsstað vegna smávægilegra lagfæringa á bænhúsinu þar. Ýms- ir staðir voru athugaðir í leiðinni, svo sem hin nýfundna bæjarrúst á austanverðum Mýrdalssandi, sem áformað er að rannsaka þegar auð- ið verður, svo og rústin á Stóru-Borg undir Eyjafjöllum, sem sjórinn er nú að eyða. Ýmsar fleiri eftirlitsferðir voru farnar að venju, svo sem að Stöng, Keldum, Krýsuvík og Þingvöllum, en þar fylgdist þjóðminjavörður með viðgerð gömlu kirkjunnar og var að nokkru hafður með í ráð- um. Dagana 16.-18. okt. dvaldist þjóðminjavörður í Kungálv í Svíþjóð og sat fund um vernd og viðhald timburbygginga í kaupstöðum, sem haldinn var að tilhlutan sænsku Icomos-nefndarinnar. Er fyrirhugað að koma upp sýningu allra Norðurlanda, sem sýni þróun timburbygg- inga í þessum löndum og reyna jafnframt að þrýsta á yfirvöld land- anna um að auka verndun heildarhverfa timburhúsa í bæjum og kaup- stöðum. — Að fundinum loknum dvaldist þjóðminjavörður nokkra daga í Kaupmannahöfn. Viöhald gamalla bygginga. Talsvert var unnið að viðgerðum gamalla bygginga í eigu safnsins á árinu, og einnig veitti það ráð og fyrirgreiðslu um viðgerð nokkurra annarra gamalla húsa. Hóladómkirkja var kölkuð utan, en á því var brýn þörf vegna þess, hve málningin var flögnuð orðin. Breyttist áferðin á kirkjunni mjög til hins betra og er vonandi, að kalkið dugi betur en málning á stein- inum. Stafnar gamla Hólabæjarins voru bikaðir og gluggar málaðir. Allar
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.