Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1971, Qupperneq 144
144
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
lega. Þá var farið að Isafjarðardjúpi, kirkjan að Nauteyri skoðuð, en
nýlega hefur verið gert við hana með prýði. Þá voru athuguð nokkur
önnur merk hús þar nyrðra, skemma á Laugabóli, stofuhús í Reykjar-
firði, bærinn í Sveinshúsum og gamall og mjög myndarlegur hjallur
í Vatnsfirði, sem hugmyndin er að safnið geri við, en hann er ein-
stæður núorðið þar vestra.
Fyrstu dagana í ágúst fór þjóðminjavörður um Norðurland og leit
yfir gömlu byggingarnar, sem eru á vegum safnsins. Var komið að
Laufási, Stóru-ökrum, Hólum, Hofsósi, Sjávarborg, þar sem í ráði
er að taka gömlu kirkjuna til viðgerðar, og í Glaumbæ. Var ástand
húsanna yfirleitt gott, enda höfðu sum þeirra nýlega hlotið aðhlynn-
ingu.
21.-23. sept. fóru þjóðminjavörður og Gísli Gestsson safnvörður
að Núpsstað vegna smávægilegra lagfæringa á bænhúsinu þar. Ýms-
ir staðir voru athugaðir í leiðinni, svo sem hin nýfundna bæjarrúst á
austanverðum Mýrdalssandi, sem áformað er að rannsaka þegar auð-
ið verður, svo og rústin á Stóru-Borg undir Eyjafjöllum, sem sjórinn
er nú að eyða.
Ýmsar fleiri eftirlitsferðir voru farnar að venju, svo sem að Stöng,
Keldum, Krýsuvík og Þingvöllum, en þar fylgdist þjóðminjavörður
með viðgerð gömlu kirkjunnar og var að nokkru hafður með í ráð-
um.
Dagana 16.-18. okt. dvaldist þjóðminjavörður í Kungálv í Svíþjóð
og sat fund um vernd og viðhald timburbygginga í kaupstöðum, sem
haldinn var að tilhlutan sænsku Icomos-nefndarinnar. Er fyrirhugað
að koma upp sýningu allra Norðurlanda, sem sýni þróun timburbygg-
inga í þessum löndum og reyna jafnframt að þrýsta á yfirvöld land-
anna um að auka verndun heildarhverfa timburhúsa í bæjum og kaup-
stöðum. — Að fundinum loknum dvaldist þjóðminjavörður nokkra
daga í Kaupmannahöfn.
Viöhald gamalla bygginga.
Talsvert var unnið að viðgerðum gamalla bygginga í eigu safnsins
á árinu, og einnig veitti það ráð og fyrirgreiðslu um viðgerð nokkurra
annarra gamalla húsa.
Hóladómkirkja var kölkuð utan, en á því var brýn þörf vegna þess,
hve málningin var flögnuð orðin. Breyttist áferðin á kirkjunni mjög
til hins betra og er vonandi, að kalkið dugi betur en málning á stein-
inum.
Stafnar gamla Hólabæjarins voru bikaðir og gluggar málaðir. Allar