Norðurljósið - 01.01.1972, Page 1
NORDURLJOSIÐ
53 ár. Janúar—desember 1972. 1.—12. tbl.
LEIHABOKD
„Indælt er ljósið,“ — jafnvel þótt þaft sé ekki ncma norður-
Ijós á síðkvöldi hausts eða vetrar.
Sextíu ár voru liðin á síðustu mánuðum fyrra árs, síðan
„Norðurljósið“ var sent af stað út um landið í fyrsta sinn. Það
hlaut góðar viðtökur landsmanna þegar í stað, eignaðist trúfasta
vini, sem um ár — eða tugi ára — keyptu það og lásu, greiddu
það með skilvísi og útbreiddu það meðal vina og sveitunga.
„Norðurljósið“ á vini enn, sem þrá þann hoðskap, þá birtu,
sem það flytur.
„Drottinn, nú er dimmt í heimi.“ Undir þessi orð taka margir.
Heimilisböl er enn í dag þyngra cn tárum taki. Vínið er sami
bölvaldurinn sem áður. Aðrir nýir bætast við, fíknilyf og eitur-
neyzla. Mannvænleg ungmenni verða hrum og heimsk af notk-
un þeirra.
Hvað á sá að gera, „sem í myrkrunum gengur og enga skímu
sér?“ „Hann treysti á nafn Drottins og reiði sig á Guð sinn.“
(Jesaja 50. 10.) Guð er ekki ráðþrota né magnvana. Vora tíma
sá hann fyrir og lýsti þeim fyrir meira en 1900 árum. Heims-
málin verða að lialda sína leið, unz yfir lýkur. En einstaklingn-
um, sem leitar Guðs, hjálpar hann og bjargar. „Norðurljósið“
vill reynast þér ljósgeisli, sem vísi þér á veginn, þér, sem í
myrkrunum gengur. Vcgurinn sá er Drottinn Jesús Kristur.
„Hver, sem fylgir mér, mun ekki ganga í myrkrinu, lieldur hafa
ljós lífsins,“ sagði hann.
Geta skal nokkurs af efni ritsins. Má fyrst nefna söguna:
„Reynsluárið.“ Onytjungur 24 ára er sendur til dvalar í sveit í
eitt ár, honum þvert um geð. Þar kynnist hann ungri súlku, sem
misst hefir sjánina, en „reiðir sig á Guð sinn,“ sem hann trúir
ekki á. Þá er einnig þýtt rit eftir dr. R. A. Torrey: „Uppsprettu-
lindir andlegs kraftar.“ Allir ættu að lesa að minnsa kosti tvo
fyrsu kafla þess. Ekki munu allir lesendur sammála dr. John
Rice í bók hans „Heimilið,“ sem ritið byrjar á. Ekki verður unnt
að sérprenta það. Prentsmiðjan gat ekki látið letrið bíða lengur.
Verð Nlj. er óbreytt þetta ár, 125 kr. Næsta ár hækkar það í
aðeins 150 kr. Vinsamlegast greiðið fyrir 1972 sem fyrst. Notið
póstávísanir, eða póstgíróreikning nr. 11050. „Skuldið ekki
neinum neitt nema það eitt, að elska hver annan.“ Guð blessi
Iestur þessa árgangs, S. G. J.
9 1 c.