Norðurljósið - 01.01.1972, Page 3
NORÐURLJÓSIÐ
3
HEIMILIÐ
TILHUGALÍF — HJÓNABAND — BÖRN
Eftir dr. John R. Rice.
(Framhald).
4. KAFLI.
„Ert þú laus orðinn við konu? Leita þá ekki kvonfangs.“ 1. Kor.
7. 27.
Ofarsælt hjónaband getur orðið miklum mun verra en alls ekkert
hjónaband. Alls staðar um Bandaríkin hafa karlar og konur sagt
mér, að glappaskot mikið hafi þau gert, er þau giftu sig og að gift-
ast þeim, sem þau gengu að eiga. Jafnvel þegar bezt lætur, er hjóna-
band ekki handa öllum. Páll ritaði: „Hinum ókvæntu og ekkjunum
segi ég, að þeim er gott að halda áfram að vera eins og ég er. En
vanti þau bind.ndissemi, þá gangi þau í hjónaband; því að betra
er að ganga í hjónaband en brenna af girnd.“ (1. Kor. 7. 7., 8.) Rétt
á undan hafði hann óskað þess, að allir menn væru eins og hann
sjálfur. En svo segir hann fyrir heilagan Anda: „En hver hefir sína
eigin náðargjöf frá Guði, einn svo, og annar svo.“ Sumum karl-
mönnum hefði verið gott að hafa aldrei kvænzt og sumum konum
að hafa aldrei gifzt. Milljónum manna verður hjónaband verra en
eldkert hjónaband, af því að flanað var fyrirhyggjulaust í hjóna-
band með ekki réttri manneskju.
Það er hollt ráð, að enginn skuli hraða sér í hjónaband. Speki
geymir gamall málsháttur: „Anið í lijónaband, iðrizt í næði.“ Ór-
uggur lykill að salarkynnum sælunnar er hjónabandið ekki. Ekkert
í heimi getur valdiö meiri vansælu en hjónabandið. Því skyldi eng-
inn hraða sér í þaö, heldur gefa sér tíma og sýna þá fyrirhyggju að
giftast réttri manneskju og að gera það frá réttu sjónarmiði.
Fullnægja verður vissum skilyrðum, ef hjónabandið á að verða
farsælt og vel heppnað. Skynsamt fólk bíður því, unz fullnægt er
þessum skilyrðum. Þá getur heimilið orðið hluti af himnaríki á
jörðu.