Norðurljósið - 01.01.1972, Qupperneq 5
NORÐURLJÓSIB
5
leið og ellitrygging. Eftir því sem Dorothy Dix segir, elska þessar
stúlkur oft ekki menn sína, gera ekki heimilið farsælt, og eru ekki
viðbúnar að færa þær óhj ákvæmilegu fórnir, sem eiginkonur og
mæður verða að færa. En sérhverri stúlku er betra að bíða í nokkur
ár, ef þörfin krefur, unz rétti maðurinn kemur, sá, sem hún getur
elskað af öllu hjarta.
Oft er það, að ungt fólk nú á dögum, sem er að kjassa og klappa
hvort öðru, kveikir sínar kynfýsnir, heldur, að þær séu ást, gengur
í hjónaband og uppgötvar svo, að það á alls ekki saman. Ástin,
auðug, fögur og nauðsynleg til fyllstu hamingju í hjónabandinu, er
þá alls ekki til. Þetta gefur þá aðvörun fyrst og fremst, að kjass og
ástaratlot geta blindað, svo að ekki sjáist, að sanna ást skortir. I
öðru lagi, að ungt fólk ætti að þekkjast vel og vera fullvisst um að
það elskist með heilagri ást, sem uppistaðan í er að nokkru leyti að-
dáun, að nokkru leyti unun af að vera saman, ennfremur að vera
hvort öðru helgað á óeigingjarnan hátt og loks að einhverju leyti
líkamleg aðlöðun.
Stundum ímyndar ungt fólk sér, að það sé ástfangið og trúlofast.
En nokkurra mánaða samvera leiðir í ljós, að það elskar ekki á
þann hátt, sem eiginmaður og eiginkona eiga að unnast. Þegar slíkt
kemur fyrir, er miklu betra, að trúlofun sé slitið, þótt það kosti leið-
indi og sársauka í bili, heldur en ganga í hjónaband, sem verður
ófarsælt. Fólk á ekki að giftast án ástar.
Athugasemd þýðanda: Engin regla er án undantekningar. Disra-
eli, frægur, brezkur stjórnmálamaður af gyðingaættum, var ungur,
framgjarn og fátækur. Kona auðug var um fertugt og vildi gjarna
komast í fremstu röð heldra fólksins. Þau sömdu með sér án nokk-
urrar ástar að ganga í hjónaband. Hún lagði til féð, en hann barð-
ist fram til sigurs og varð forsætisráðherra. Þá átti hann eitt sinn í
harðri sennu í þinginu fram á nótt. Konan beið hans á þingpöllum
meðal áheyrenda. Er fundi lauk, gekk hann til hennar, og þá var
ástin orðin slík, að þau féllust í faðma og kysstust í allra augsýn.
Hlegið var að þeim, þessum ástföngnu, gömlu unglingum. En ástin
skiptir sér aldrei af aðhlátri.
Nú heldur áfram bókinni.
Sannkristin stúlka, fögur og gáfuð, trúlofaðist 22 eða 23 ára göm-
ul, er menntaskólanámi var lokið. Hún var samt ekki fullviss um, að
fyrirhugað hjónaband væri eftir vilja Guðs. Maðurinn, sem hún var